SMPS Spennugjafi fyrir lampamagnara

Hér er einn spennugjafi sem ég ætla að taka inn til prófunar.   

Er í pöntun / kominn

Hann er öflugur eins og þarf fyrir sæmilega magnara, 

 

  • 300V / 600mA plötuspenna
  • 12.6V / 4A glóðarspenna
  • 6.3V / 4A glóðarspenna

Sjálfvirk tímaseinkun á B+ um 30 sek á eftir glóðarspennunni

Nú er þessi kominn á svæðið og prófanir eru að fara í gang.

Meira um þetta hér þegar prófanir hafa farið fram. 

Hér er hann í vefversluninni

Maggi 

ATS-20 Stuttbylgjumóttakari

Nú hef ég tekið til prófunar og sölu, ef hann stenst viðmið,  ATS-20 stuttbylgjumóttakara.   

Mjög nettur og skemmtilegur.   Tekur öll stuttbylguböndin sem margir þekkja.   Sideband vinnsla og BFO,  LSB og USB og venjulegt AM

Nær 189 kHz,  RUV á Gufuskálum – fyrir öryggið.  

Mjög næmur á FM.

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er frá USB

Fyrstu prófanir lofa mjög góðu.   Maggi

Helstu kennistærðir:

SI4732 All Band Radio Receiver FM AM (MW SW) SSB (LSB USB) með hátalara,  loftneti og USB Snúru

Lýsing:

3.6V lithium rafhlaða
USB hleðsla
Innbyggður 8 ohm speaker 1W
FM Stereo Móttaka  (3.5mm jack)
BNC Loftnets-tengi

Stillanlegt AGC   (Gain-control)

Notar si4735 Ic rás sem sér um allt.

FM, AM-LW (MW og SW) + SSB (LSB and USB);
0.5, 1, 1.2, 2.2, 3, 4 og 6kHz audio bandbreiddar síur.   (notast mest á SSB)
22 skilgreind tíðnibönd  (commercial radio and amateur bands)
BFO  (Beat Freq Osc.  notast á SSB)
Stillanleg tíðni-þrep   (1, 5 and 10kHz)

Lampamagnarasett TubeCube7

    Mig langar verulega að geta boðið upp á þetta lampamagnarasett.

Hér er einfaldleikinn í fyrirúmi.   SE  (single ended)  útgangar og engin tónstilli.

Það verður í prófun hér á verkstæðinu og í sölu ef vel gengur.

Þetta er skilgreint sem „bookshelf audio set“   ég held nú að meiri innistæða  sé heldur en það.

Endilega fylgist með.

Maggi