Verkstæði Magga Hermannss var stofnað formlega þann 1. desember 2011
Það er í eigin húsnæði að Úthaga 13 á Selfossi.
MH er rafeindavirkjameistari frá 1996 en hefur starfað við rafeindabúnað frá upphafi starfsferils og reyndar fyrr, sem ungur fiktiputti í rafmagnsdóti.
Nam rafeindavirkjun hjá Póst og Símaskólanum og hlaut starfsþjálfun hjá Pósti og Síma, fjölsímadeild, sem þá var, síðan á Loranstöðinni á Gufuskálum.
Starfaði síðar við Ratsjár-varnarkerfið í Keflavík / Radarstöðvunum og þar eftir hjá Árvirkjanum á Selfossi í viðgerðum ofl.
Var síðar kerfisstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Starfsmenn og aðstoðarfólk eru fjölskyldumeðlimirnir.
Áherslupunktar í rekstrinum.
- Yfirfærslur af myndböndum, segulböndum og vinylplötum yfir á stafrænt form. Því er ýmist skilað á CD, DVD diskum eða á flakkara.
- Stefnt er á fjölbreytta vefverslun (þ.e. í þessum bransa)
- Hátalarasmíðar og hönnun
- Magnarar og smíðar (lampar)
Verkstæðið verður innan tíðar opið á dagvinnutíma. Ég mun sinna því en aðrir starfsmenn eru allir í fullri vinnu annars staðar eða skóla.
Maggi Hermannss