Gagnasendingar á neti

Við skilum verkefnum okkar yfirleitt á flökkurum fyrir stærri verk og á minnislyklum fyrir smærri verkin.   Það ræðst helst af gagnamagninu.

Við hér á verkstæðinu mælum alltaf með að hafa dýrmætu myndirnar nærri og á miðlum sem við ráðum alfarið.   Að geyma í skýjalausnum er gott líka en maður þarf að muna vankantana.

Nú ætlum við að bjóða upp á að viðskiptavinir geti sótt (smærri) verk í gegn um netið.    

  • Það gerist á þann hátt að viðskiptavinir fá sendan hlekk í pósti sem er virkur í ákveðinn tíma,  t.d. 7 daga
    • Þaðan er hægt að niðurhala efninu og vista að vild.
      • Til að auka öryggið fær viðskiptavinur „eins-skiptis“ lykilorð sent (dulkóðað) til að opna á niðurhalið.
  • Þegar niðurhalstíma lýkur lokast á hlekkinn.  

Afrit verka eru hins vegar alltaf geymd í u.þ.b. 4 vikur á netþjónum okkar, eftir afhendingu.   

Það er gert til öryggis ef eitthvað fer úrskeiðis.