Pioneer SA-7300

Ágætur magnari frá Pioneer.   Rúmt um íhluti og virkar vel.   Power mögnun í þessum magnara er í „Hybrid“ rásum fyrir hvora rás.    Þar eru útgangar og driver-rásir ásamt íhlutum plantað á hitaleiðandi grunnplötu sem síðan er skrúfuð á kæliplötuna.

Þessi þurfti þéttaskipti í spennustýringu og hreinsun á skipturum og stillum auk lóðninga á hybrid-rásunum.

Maggi

Power Amp Rásirnar heita:

  • SP-40W

Pioneer SX-424

Pioneer SX-424

Snotur Útvarpsmagnari frá Pioneer. 

Flottur útvarpsskali í bláum tónum.  FM móttakan næm og góð.

Rúmt um alla íhluti og haganlega fyrir komið.

Ekki kraftaköggull en hljómar ágætlega.    Hér þurfti að yfirfara aðal tíðnistilli-þéttinn og alla skiptara og stilli.   Mjög fínn eftir það.

Útgangarnir hér eru:

  • 2SC1061 x4

M.