Fujifilm instax mini 12 myndavél

Við vorum að kaupa eina svona til prufu.   Við ætlum að nota hana við fermingar og giftingar sem framundan eru hjá okkur.   

Sumum finnst það skemmtileg viðbót við myndavélakassa sem senda myndir í síma eða SMS.

Mér finnst það alla vega.      Hún er einföld í notkun og auðvelt að skipta um filmukassettu.   

Smá nostalgí hér.

Hver veit nema við höfum þetta til leigu í framtíðinni.

Maggi

Glitský á himni

Glitský á himniÍ morgun gaf að líta glitský á himni.  Það gerist ekki mjög oft en getur verið ákaflega fallegt.   

Þetta gerist helst í stillum og þegar kalt er.    Glitský myndast og eru í háloftunum.   Sólin þarf að vera lágt á lofti til að þetta njóti sín. 

Ég stóðst ekki mátið að smella einni mynd.

Hér er skýring á glitskýjum hjá Veðurstofunni

Maggi

ECC83 frá PSvane komnir

Við eigum von á nokkrum svona lömpum til prófana.  Frá PSvane.

Þeir eru nú komnir á Lagerinn.

Spennandi að sjá hvernig þeir koma út.

  •    Komnir í hús og hafa verið prófaðir,  Samvaldir  (matched)  með svipaðar tríóður.    Koma vel út í prófunum í RIAA magnarastigi.

Eru hér í verslun

Maggi