Ég nota ákveðna mælingu til að halda utan um þessar reimar.
Þ.e.a.s Reimar sem merktar eru B-F, B-R, B-SQ á lagernum.
Þetta eru reimar með flatan, rúnnaðan eða kassalaga þverskurð.
Ég mæli reimarnar tvöfaldar á reglustiku. Þannig næst, á einfaldan hátt, nokkuð nákvæm mæling.
Sú mæling er hluti partnúmersins.
Til dæmis, B-F 270 x 6 x 0.5 er reim sem er:
- B-F flöt reim
- 270 mm í tvöfaldri mælingu
- 6 mm breið
- 0.5 mm þykk
- 172 mm í þvermál þegar hún liggur sjálf
- 540 mm ummál
Ef við mælum reimina tvöfalda er hægt að reikna ummálið með því að leggja hana á tommustokk og mæla þannig (= 2 x mælingin)
Sjá Reimar á Lagernum