Íhlutalisti fyrir TDA7293/4 Prentplötuna

Prent fyrir allt að 100W magnara

Svona getum við búið til á einfaldan hátt afar öflugan Audio magnara.  Þetta er einnar rásar magnari þannig að við þurfum tvöfalt af öllu fyrir Stereo.  Til að þetta virki þurfum við líka góðan og öflugan spennugjafa.  Þar getum við ekki sparað.    Prent fyrir hann er til og er hér 

Síðan er afar brýnt að rásirnar fái næga kælingu,  annars sjóðhitna þær við minnstu átök.

Lokun í sumar

Nú er sá tími kominn að ég er hættur að taka við verkefnum á verkstæðið.   Ég sé mér ekki fært annað.

Heilsan ekki sem best og það gengur of hægt hjá mér.   

Ég mun, að sjálfsögðu,  klára öll verkefni sem komin eru inn og skila af mér af alúð og hef samband við þá sem eiga tæki hér um leið og þau verða tilbúin.

Ég ætla ekki að slá það alveg út af borðinu að halda áfram í haust með viðgerðir, ef aðstæður leyfa.

Vefverslunin er samt virk og ég sinni henni af bestu getu í sumar.

Ég þakka öllum sem ég hef kynnst á þessari vegferð.   Hef ekki reynslu af neinu nema góðu einu.

Maggi 

Hvernig mælum við reimarnar?

Ég nota ákveðna mælingu til að halda utan um þessar reimar. 

Þ.e.a.s Reimar sem merktar eru B-F,  B-R,  B-SQ á lagernum.

Þetta eru reimar með flatan, rúnnaðan eða kassalaga þverskurð.

Ég mæli reimarnar tvöfaldar á reglustiku.  Þannig næst, á einfaldan hátt,  nokkuð nákvæm mæling.

Sú mæling er hluti partnúmersins.

Til dæmis,   B-F 270 x 6 x 0.5 er reim sem er:

  • B-F  flöt reim
  • 270 mm í tvöfaldri mælingu
  • 6 mm breið
  • 0.5 mm þykk
    • 172 mm í þvermál þegar hún liggur sjálf
    • 540 mm ummál

Ef við mælum reimina tvöfalda er hægt að reikna ummálið með því að leggja hana á tommustokk og mæla þannig  (= 2 x mælingin)

Sjá Reimar á Lagernum