ATS-20 Stuttbylgjumóttakari

Nú hef ég tekið til prófunar og sölu, ef hann stenst viðmið,  ATS-20 stuttbylgjumóttakara.   

Mjög nettur og skemmtilegur.   Tekur öll stuttbylguböndin sem margir þekkja.   Sideband vinnsla og BFO,  LSB og USB og venjulegt AM

Nær 189 kHz,  RUV á Gufuskálum – fyrir öryggið.  

Mjög næmur á FM.

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er frá USB

Fyrstu prófanir lofa mjög góðu.   Maggi

Helstu kennistærðir:

SI4732 All Band Radio Receiver FM AM (MW SW) SSB (LSB USB) með hátalara,  loftneti og USB Snúru

Lýsing:

3.6V lithium rafhlaða
USB hleðsla
Innbyggður 8 ohm speaker 1W
FM Stereo Móttaka  (3.5mm jack)
BNC Loftnets-tengi

Stillanlegt AGC   (Gain-control)

Notar si4735 Ic rás sem sér um allt.

FM, AM-LW (MW og SW) + SSB (LSB and USB);
0.5, 1, 1.2, 2.2, 3, 4 og 6kHz audio bandbreiddar síur.   (notast mest á SSB)
22 skilgreind tíðnibönd  (commercial radio and amateur bands)
BFO  (Beat Freq Osc.  notast á SSB)
Stillanleg tíðni-þrep   (1, 5 and 10kHz)