Technics SA-8000

Glæsilegur og flottur 4-rása fulltrúi frá Technics.   Er frá þeim tíma sem menn voru að gera tilraunir með 4-rása vinilplötur.   Kölluðu þá disc.  

Þetta er tækni sem aldrei náði flugi – var bæði flókið og viðkvæmt.

Í þessum magnara er gríðar flóknar mótunar og afmótunarrásir fyrir þetta.   Segja má að hann sé smekkfullur af electrónikk og rafeindajukki!

Óhreinindi í stillum og skipturum voru að hrjá þessa elsku.

Hægt er að brúa hann og taka þannig tvo kanala fyrir hvora rás.   Gefur meira afl ef ekki er verið að nota 4 rásirnar.

Maggi