Að gera við hátalarana sína sjálfur

Ef þú ert í þessum gír,  þá þarftu fyrst að:

Mæla spóluna

þú átt að fá lág-ohma og örugga viðnáms-mælingu  3-13 ohma eftir gerðum.     Yfirleitt er merkt á driverana eða boxið 4-8 ohm Impedance.    Þú átt að fá viðnámsmælingu í námunda við það.   Gott er að hreyfa aðeins við meðan mæling fer fram.

Hreina ohmska viðnámið er stærsti þátturinn í því sem er þekkt sem Impedance eða riðstraumsviðnám hátalarans

Ekkert er leiðinlegra en að vera búinn að re-cona, stilla af og líma,  finna þá út að spólan sé rofin !

Kanna með fingrunum að hreyfing spólunnar sé ekki heft.   Það er eðlilegt ef ytri hringurinn er mjög fúinn að eitthvað rekist í.  

Engar sjáanlegar skemmdir eða krumpur 

Ef fregnir eru uppi um að reynt hafi verið að keyra hátalarann,  sérstaklega ef með látum,  þá eru líkur á að viðgerð gangi ekki,  nema þá ef farið er út í allsherjar viðgerð.   Þá er öllu hreinlega skipt út – spólustæðinu og öllu saman.

Ef þú ert að spá í að skipta um driver alfarið, þarf að velja þá af kostgæfni.  Vönduð speakerbox eru hönnuð með ákveðinn driver í huga.   Ég hef séð nokkur dæmi þar sem boxin fúnkera hreinlega illa eftir skiptin.   

td. gömlu AR hátalaraseríurnar  (Accoustic Research)

M.