NAD 502

Þetta er CD spilari frá NAD.   Einfaldur en margir halda tryggð við hann vegna þess að hann bilar lítið og hljómar bara vel,  enda frá NAD

Laserinn í þessum var búinn á því og saddur lífdaga.   Auðvelt er að skipta um hann og það gerði ég hér.   Einnig þurfti að skipta um baklýsingar-perurnar við display.

KSS-150A, Laser Pickup eining. f/CD

Virkar eins og engill eftir þetta.

Maggi

NAD 1600

NAD-1600

Þetta er formagnari – útvarpsmóttakari frá NAD

Firna góð smíð, eins og búast má við frá NAD en sumum finnast tækin frá þeim á þessum tíma dálítið flókin.    Gæðin eru hins vegar óumdeild.

Þessi sést oft með t.d. NAD-2200 kraftmagnaranum.

Ég á einn svona.

M.

 

NAD 2200

NAD-2200

Stereo Power magnari frá NAD.

Í einhverjum auglýsingabæklingum varðandi þennan magnara um útgangsafl í wöttum,  stóð:    „Enough“

Þessi er byggður á tækni sem NAD notaði talsvert sem hér nefnist power envelope system.   Þá er spennugjafinn með tvær dual spennur og er hærri spennunni kúpplað inn ef þörf er á extra miklu afli.    Sumum fannst þetta orka tvímælis og flækja málin.

Erfitt getur reynst að laga útgangsstigið ef það bilar.

Allavega er hann gríðarlega öflugur kraftmagnari.

ég á einn svona.

Maggi