VHS safnupptökur

Ef í ljós kemur að hljóð og mynd fara ekki saman þegar afritað er af löngum VHS spólum.

Algengt var að safna upptökum af litlum cameru-spólum og setja á VHS

Í upptökunum geta verið mikið af „frame dropout“ sem þýðir að ekki nást allir mynd-rammarnir af VHS upptökunni.
Þetta er ekki óeðlilegt af VHS – sérstaklega ef upptökurnar eru coperaðar af öðrum cameru-miðlum eins og 8MM eða VHS-c
Hins vegar er hljóðið tekið hliðrænt (analog) og þar myndast ekki eyður.
Þetta á sérstaklega við um eldri VHS upptökur.

Seinni tíma VHS tæki nota aðra tækni við hljóðið og þetta vandamál birtist síður.

Ef að upptökur eru þannig að tiltölulega fá frame dropout verða kemur þetta ekki að sök.
Þessar villur safnast upp og ef upptökur eru langar og samfelldar getur orðið misræmi hljóðs og myndar.    Það er þá þannig að hljóðið virðist vera á eftir.

Ef upphaflegu spólurnar eru til, er mögulegt að ná þessu betur.   VHS var ekki besta aðferðin að geyma video.

Maggi

 

Varðandi SP og LP á 8MM videospólum

Upptökur á 8MM videospólum voru stundum teknar upp í sk. Long Play Mode (LP) en ekki í ráðlögðu SP Mode (Standard Play)

Með LP var hægt að nálgast 90 mín upptökutíma á 60 mín spólu.

Fólk áleit að það væri að spara og spólurnar voru reyndar ekki beint ódýrar á þeim tíma.

Þessar upptökur eru mjög erfiðar í afspilun og hugsanlega bara af vélinni sem tekið var upphaflega tekið á.
Ég reyni allar vélar sem ég hef til umráða og reyni að stilla af bandstýringar til að stilla þetta saman og ná upptökunum

Hjá okkur er ekkert aukalegt gjald tekið af þessum spólum.

Maggi