Sony TC-158SD

Sony TC-158SD

Stereo Kassettu Upptökutæki – Portable

Ekki alveg eins pakkað og önnur svona tæki frá Sony en samt vel fyrir komið

 

Hér þurfti að lagfæra Rec/Play skiptarann og skipta um allar reimar.

Reimar í þetta tæki

  • SBS9.5      Capstan
  • SBO7.0     Intermediate Idler
  • B-SQ 080    Counter

Gekk vel.

Maggi

Sony TC-D5

Sony TC-D5

Ferða-kassettutæki frá Sony.   

Hér eru gæðin umfram flest í svona tækjum.   Alveg þétt-pakkað og þungt.   Hér er sko ekki hlaupið að viðgerðum.

Þykktin á tækinu er þvermálið á D-cell rafhlöðu.   Það eru tvær slíkar notaðar.

Maggi

Sony TC-630D Reel to reel

Tæki, eins og þetta, var að komast í lag hjá mér í dag.  Play/Rec skiptarasystemið alveg gróið fast – lagfært.  Mótorinn var nánast fastur. 

Geymslutengd vandamál.  Einnig þurfti að laga halla á pressuhjólinu sem varð til þess að tape rann alltaf út úr skorðum og krumpaðist.

Ágætt tæki með 3 hausum þannig að hægt var og er að hlusta á upptökurnar af tape um leið og þær voru gerðar.

Maggi