Flottur plötuspilari frá Marantz, vandaður og glæsilegur
Eftirsóttur á Ebay.
Einn af þessum var hjá mér. Þurfti Reimaskipti og að yfirfara mótorlegur.
Maggi
Verslun og vefverslun, Íhlutir og smávörur. Viðgerðir á hljómtækjum, Yfirfærslur á stafrænt form, Smíðar og hönnun hljómtækja.
Tæki af Marantz gerð
Flottur plötuspilari frá Marantz, vandaður og glæsilegur
Eftirsóttur á Ebay.
Einn af þessum var hjá mér. Þurfti Reimaskipti og að yfirfara mótorlegur.
Maggi
Reisulegt Kassettutæki frá Marantz. Þetta tæki var frábrugðið öðrum kassettutækjum að það gat tekið upp og spilað á tveimur hröðum.
4.75 cm/sek sem er normal og á 9.5 cm/sek. Þannig náðust talsvert betri upptökur en helmingi styttri en venjulega og fæst tæki höfðu/hafa þennan fídus.
Hér þurfti að skipta um þétta í spennugjafanum, laga Bias stillingar og head azimuth. (hausa-halla)
Fínt á eftir
Maggi
Þessi er öflugur og fínn magnari frá Marantz. Þarna eru menn ekki alvarlega byrjaðir að stytta sér leiðir í framleiðslunni.
Hér sér maður þó að forstigin í kraftmagnaranum tekin saman í custom Ic-rásir. Útgangstransistorarnir eru sér.
Hér voru lóðningavandamál við þessar forstigsrásir sem og skiptarar og stilli sem þurfti að hreinsa. Þéttur í soundi!.
Gekk vel,
Maggi