Alesis Adat-8

Þetta tæki var að bætast í tækjakost verkstæðisins.   Þetta er 8-rása Digital upptökutæki sem tekur upp á VHS spólur!    Já það er rétt.     Og gerir það eins og engill.    Þetta er frá því rétt fyrir tíma margra rása upptaka í tölvum.     8 rásir og allt tímastampað.    Ég hef gaman að grúska í svona löguðu.    Maður þarf að „Formata“ VHS spólurnar fyrir notkun.   Um það bil 60 mínútna upptaka næst af 180 mín spólu.

Þetta var flott viðbót á sínum tíma og spólurnar kostuðu klink.

Góðvinur verkstæðisins lagði þetta í púkkið.

Þannig að ef einhver á VHS-Digital-Audio upptökur er möguleiki á að bjarga því.

Maggi

 

VHS safnupptökur

Ef í ljós kemur að hljóð og mynd fara ekki saman þegar afritað er af löngum VHS spólum.

Algengt var að safna upptökum af litlum cameru-spólum og setja á VHS

Í upptökunum geta verið mikið af „frame dropout“ sem þýðir að ekki nást allir mynd-rammarnir af VHS upptökunni.
Þetta er ekki óeðlilegt af VHS – sérstaklega ef upptökurnar eru coperaðar af öðrum cameru-miðlum eins og 8MM eða VHS-c
Hins vegar er hljóðið tekið hliðrænt (analog) og þar myndast ekki eyður.
Þetta á sérstaklega við um eldri VHS upptökur.

Seinni tíma VHS tæki nota aðra tækni við hljóðið og þetta vandamál birtist síður.

Ef að upptökur eru þannig að tiltölulega fá frame dropout verða kemur þetta ekki að sök.
Þessar villur safnast upp og ef upptökur eru langar og samfelldar getur orðið misræmi hljóðs og myndar.    Það er þá þannig að hljóðið virðist vera á eftir.

Ef upphaflegu spólurnar eru til, er mögulegt að ná þessu betur.   VHS var ekki besta aðferðin að geyma video.

Maggi

 

Gjaldskráin

Verkstæði Magga Hermannss, Úthaga 13, Selfossi

Gjaldskrá yfirfærslna á stafrænt form

 

Þessi verð miðast við afritun af einum miðli yfir á tölvutækt form, t.d ein videospóla yfir á minnislykil.

  • Skilast á USB flakkara eða minnislykli.  CD og DVD diskar eru nánast úr sögunni.

Sjá hér hverju við getum afritað af.

  • Nú getum við boðið upp á beint niðurhal frá netþjónum okkar.  (þó ekki stærstu söfn!)

Efni skilað í gegn um netþjónustu 

Þjónustugjald         550 kr.-

Myndefni skilað á Flakkara / Minnislykli/Yfir net     Verð m. Vsk

  • Efni að  30 mín      2162 kr.-
  • Efni að  60 mín      2752 kr.-
  • Efni að  90 mín      3156 kr.-
  • Efni að 120 mín     3572 kr.-
  • Efni að 150 mín     4561 kr.-
  • Efni að 180 mín     4912 kr.-
  • Efni að 240 mín     5473 kr.-

Hljóðgögnum skilað á Flakkara / Minnislykli/Yfir net    Verð m. Vsk

  • Efni að  30 mín      2141 kr.-
  • Efni að  60 mín      2366 kr.-
  • Efni að  90 mín      2981 kr.-
  • Efni að 120 mín     3499 kr.-
  • Efni að 150 mín     3771 kr.-
  • Efni að 180 mín     4123 kr.-

Afritun af 8mm / Super8  kvikmyndaspólum    Verð m. Vsk

  • 3″ spóla    3-4 mín            1998 kr.-
  • 5″ spóla     12-14 mín      2964 kr.-
  • 7″ spóla     14-30 mín     3790 kr.-

Slides myndir, pr stk

  • allt að 200 myndum       139 kr.-
  • yfir 200 myndum             108 kr.-

Magnafsláttur er háður spólufjölda og er eftirfarandi og reiknast þá af öllum spólunum:

  • 4-5 spólur 7%
  • 6-9 spólur  10%
  • 10-14 spólur 13%
  • 15-19 spólur  15%

Í stærri söfn ( 20 spólur + ) er hægt að fá tilboð.

Spólur þar með litlu efni ( innan við 5-7 mín ) eru gjarnan teknar saman sem ein.

Skilað á AVI formi en hægt að skila td. á MPEG eða öðru