Skilmálar

Vefverslun Verkstæðis Magga Hermannss

Sending og vöruafhending :

Flestar pantanir sem gerðar eru á síðunni eru sendar til viðskiptavina í pósti. Ef pöntun rúmast ekki í venjulegu bréfi, er varan send á næsta pósthús.
Vigt, umfang vöru og póstnúmer viðtakanda stjórna gjaldtöku og flutningsaðferðum sem boðið er upp á. Öll verð miðast við sendingar frá Selfossi. Markmið okkar er að póstleggja pantanir í seinasta lagi næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið frágengin. Á flestum árstímum tekur það síðan 1 – 2 daga fyrir Póstinn að koma vörunum á áfangastað.

Öryggi persónuupplýsinga:

Verkstæði Magga Hermanns heitir því að miðla ekki upplýsingum um viðskiptavini sína til annarra aðila. Öll gögn fyrirtækisins eru vistuð hjá viðurkenndum hýsingaraðilum og hvergi annarsstaðar.

Vöruskil og -skipti:

Viðskiptavinir hafa 30 daga til að skila og/eða skipta ógölluðum vörum sem keyptar eru á síðunni hjá okkur. Innpakkaðar vörur verða þá að vera í upprunalegum umbúðum sem verða að vera óskaddaðar með öllu og ekki má hafa verið hreyft við innihaldi á nokkurn hátt.

Viðskiptavinur sem skilar eða skiptir ógallaðri vöru fær andvirði vörunnar að fullu endurgreitt samkvæmt því verði sem greitt var fyrir vöruna á pöntunarseðli. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur en viðskiptavinur getur endursent okkur vöruna á okkar kostnað, m.v. ódýrasta sendingamáta samkvæmt gjaldskrá Póstsins.

Ef greitt hefur verið fyrir vöru með millifærslu í banka, verður vöruverð endurgreitt inn á sama bankareikning og millifærslan berst frá. Ef vara sem keypt er reynist gölluð á einhvern hátt, skal viðskiptavinur hafa samband við okkur strax og lýsa gallanum, við vegum þá og metum hvort við viljum fá vöruna senda aftur til okkar eða hvort okkur dugi að fá senda ljósmynd sem sýnir gallann.

Varan verður svo send til viðskiptavinar, honum að kostnaðarlausu á sama máta og lýst er í fyrstu efnisgrein hér að ofan. Ef varan er ekki til, getur viðskiptavinur einnig farið fram á endurgreiðslu, verður varan þá endurgreidd að fullu, án sendingarkostnaðar, samkvæmt pöntunarseðli.

Pantanir :

Hægt er að velja vörur á síðunni annað hvort sem skráður viðskiptavinur eða sem gestur, án innskráningar.

Til að ganga frá pöntun þarf viðskiptavinur að skrá sig (registera) Þá þarf viðskiptavinur að gefa upp fullt nafn, heimilisfang og PNR, netfang og símanúmer. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að þessar upplýsingar séu réttar.

Eftir að pöntun hefur verið staðfest, berst viðskiptavini tölvupóstur frá Vefverslun Verkstæðis Magga Hermanns með upphæð pöntunar, greiðslumáta og pöntunarnúmeri.

Hægt er að ganga almennt frá greiðslum á pöntunum á tvo vegu, annars vegar staðgreiðsla fyrir pöntunina með eða velja greiðslu með millifærslu í banka. Eftir að staðfesting hefur fengist frá banka um að greiðsla hafi verið innt af hendi, verður pöntunin afgreidd og send eins og lýst er í fyrstu málsgrein.

Pantanir sem greiðast eiga með millifærslu í banka eru gildar í 15 daga.

Mikilvægt er að láta bankann senda skilaboð til okkar á verksted@tubes.is um að greiðsla hafi verið innt af hendi, setjið pöntunarnúmer á pöntunarseðli sem skýringu á greiðslu. Sé þetta ekki gert, getur afhending tafist – en viðskiptin eru þó gild og varan verður send viðkomandi.

Það getur bara tekið okkur smá tíma að tengja saman óútskýrðar greiðslur við tilteknar pantanir.

Ef vara sem pöntuð er á síðunni er uppseld, höfum við samband við viðskiptavininn og bjóðum honum að bíða eftir því að varan komi aftur í hús eða hvort hann vilji fá vöruna endurgreidda. Ef engin vara er til, samkvæmt pöntunarseðli viðskiptavinar og hann vill ekki bíða eftir að næsta sending komi í hús, endurgreiðum við pöntunina að fullu, bæði vörukaup og sendingarkostnað. Ef viðskiptavinur kýs að bíða og vara sem ekki er til á lager var aðeins hluti af heildarpöntun, sendum við vöruna til viðskiptavinarins um leið og hún kemur í hús, honum að kostnaðarlausu.

Greiðslumáti, verð og tilboð

Greiða má fyrir pöntun með greiðslu í heimabanka.  Þá er mikilvægt að kennitalan sé rétt skráð.

Einnig má greiða fyrir pöntun með því að millifæra upphæð samkvæmt pöntunarseðli á bankareikninginn okkar: 0152-26-00527. Í þeim tilfellum er mikilvægt að láta bankann senda okkur staðfestingu í tölvupósti á verksted@tubes.is og láta skýringuna vera númerið á pöntunarseðlinum sem þér var sendur í tölvupósti. Verð á vörum á Vefverslun Magga Hermannss geta breyst eins og gengur og gerist.

Pantanir sem gerðar eru áður en verðbreytingar eiga sér stað, standa óháð því hvort verð hækki eða lækki eftir að pöntun er staðfest. Tilboðsverð standa yfirleitt í tiltekinn tíma, eins og fram hefur komið áður, gilda ógreiddar pantanir í 15 daga frá því að pöntun er gerð, það sama á við um tilboðsverð, þau standa samkvæmt pöntunarseðli á meðan hann er í gildi, þó svo að tilboð séu runnin út eftir að greiðsla er innt af hendi. Hætti viðskiptavinur við tiltekna pöntun og gerir nýja pöntun af einhverjum ástæðum, falla útrunnin tilboð sjálfkrafa niður á nýjum pöntunarseðli.

Staða pantana

Innskráðir viðskiptavinir geta fylgst með stöðu pöntunar á Netinu með því að skrá sig inn á viðskiptareikninginn sinn. Sjálfvirkar raf-póstsendingar eru sendar út þegar breytingar verða á stöðu pöntunar hjá okkur.

Viðskiptareikningurinn þinn geymir einnig sögu fyrri pantana.

Einnig er hægt að hringja til okkar í s. 699-7684 eða senda okkur fyrirspurn í tölvupósti á verksted@tubes.is .

Verð á pöntunum standa í 15 daga frá því að pöntun er gerð. Viðskiptavinur getur hvenær sem er á þessum 15 dögum hætt við pöntun, t.d. ef hann verður var við að verð breytast á síðunni honum til hagsbóta, þá getur hann hætt við fyrri pöntun og gert nýja.

Uppfærsla á eigin reikningi

Mikilvægt er að viðskiptavinir hafi allar upplýsingar á eigin reikningi réttar og uppfæri t.d. heimilisfang og símanúmer ef þau breytast. Það er á ábyrgð viðskiptavinar ef þessar upplýsingar eru rangar, þegar pöntun er gerð á síðunni.

Selfossi,  14.11.2023

Verkstæði Magga Hermannss