Yfirfærsla 8mm og Super 8mm kvikmynda

Til að skanna 8mm kvikmyndirFyrir nokkrum áratugum var vinsælt að taka kvikmyndir á 8mm formi.    Margir eiga ómetanlega gullmola minninga á þeim 

Fram til þessa hef ég þurft að vísa fólki annað sem er með 8mm kvikmyndir sem það þarf að fá skannað.

Nú erum við búin að festa kaup á skanna sem tekur 8mm og super8 kvikmyndir í yfirfærslur.  

Ætti að vera hjá okkur eftir tvær vikur.    Það verður spennandi að prófa.   Þessi græja tekur mynd af hverjum ramma og raðar síðan í MPEG video skrá sem hægt er að skoða í tölvum og sjónvörpum.    Um gæðin veit ég lítið en það skýrist við prófanir.

Fyrstu prófanir skila ásættanlegum niðurstöðum.    Hins vegar þurfum við að hafa í huga hversu smár hver rammi er og upplausn á filmum mismunandi.   Hver rammi á 8mm filmu er ekki nema  4.8 mm × 3.5 mm.   Heldur stærri á Super-8 filmum.    

Manni hættir við að bera gæðin saman við það sem okkur finnst eðlilegt í dag – en það er ekki sanngjarnt.

Svo eru þessar myndir í lit þannig að kornastærðin er talsverð. 

Við horfum framhjá þessum annmörkum því það er það sem er á þessum upptökum sem gefur gildið en ekki upptökugæðin.  

Maggi  

Sony TC-630D Reel to reel

Þetta tæki var að komast í lag hjá mér í dag.   Play/Rec skiptarasystemið alveg gróið fast – lagfært.  Mótorinn var nánast fastur.   Geymslutengd vandamál.  Einnig þurfti að laga halla á pressuhjólinu sem varð til þess að tape rann alltaf út úr skorðum og krumpaðist.

Ágætt tæki með 3 hausum þannig að hægt var og er að hlusta á upptökurnar af tape um leið og þær voru gerðar.

Maggi

Varðandi SP og LP á 8MM videospólum

Upptökur á 8MM videospólum voru stundum teknar upp í sk. Long Play Mode (LP) en ekki í ráðlögðu SP Mode (Standard Play)

Með LP var hægt að nálgast 90 mín upptökutíma á 60 mín spólu.

Fólk áleit að það væri að spara og spólurnar voru ekki beint ódýrar á þeim tíma.

Þessar upptökur eru mjög erfiðar í afspilun og hugsanlega bara af vélinni sem tekið var upphaflega tekið á.
Ég reyni allar vélar sem ég hef til umráða og reyni að stilla af bandstýringar til að stilla þetta saman og ná upptökunum

Hjá okkur er ekkert gjald tekið af þessum spólum.

Maggi

ATS-25 plus Stuttbylgjumóttakari

Er búinn að fá einn af þessum til prófunar og sölu.  Þetta er heilmikill móttakari þótt ekki sé umfangið stórt.

Maður er smá stund að læra á að nota snertiskjáinn og ég með mína putta rétt slepp.

Tekur öll bönd á stuttbylgju,  bæði commercial og amatör.  USB og LSB að sjálfsögðu.  FM, AM og Langbylgju.

Mjög skemmtileg funksjón er að láta hann skanna spectrumið og birta á skjánum nálægar útsendingar. 

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er með USB-c. 

Hörðustu amatörar horfa eflaust á þetta sem skemmtilegt leiktæki.     Amk verður að tengja við hann gott loftnet til að ná árangri.    Loftnets-stubburinn sem fylgir með dugar nánast bara fyrir FM

Er að prófa hann betur.

Finnst í versluninni hér

Maggi