Single-End EL84 magnari

Ég henti saman prufueintaki (prototype) af magnara sem mig langar að geta boðið upp á.   Hann keyrir á tveimur EL84 lömpum og einum ECC83.    Single-End útgangar – klass A.    ekkert feedback þannig að karakter lampanna er augljós eða á ég frekar að segja heyranlegur.

Við fyrstu prófanir er hann æðislega musical og mikið detail sérstaklega í vocal og strengjahljóðfærum.

Svona nýti ég sumarfríið,  að hluta amk.

Maggi

Yfirfærsluverk í gangi

Undanfarið hefur verið talsvert að gera í yfirfærslunum.     Lang flestir biðja um að fá efnið afhent á flakkara eða á minnislykil.   

DVD diskarnir eru á undanhaldi. 

Við reynum að láta Covid og aðra óáran ekki trufla okkur.  

Maggi