Nú í morgun ( 14. júní) fékk ég að vita það að starfskraftar mínir hjá Sveitarfélaginu Árborg eru afþakkaðir og starfi mínu þar sem kerfisstjóri til nærri 12 ára, því lokið.
Félagar mínir á deildinni eru í sömu súpu. Þetta heita víst skipulagsbreytingar.
Ég sé það hins vegar sem tækifæri til að geta sinnt starfseminni hér eins og vera ber. Ég mun einhenda mér í að þjónusta viðskiptavini mína af bestu getu og ætla að endurskipulegga aðstöðuna og taka skúrinn alfarið undir starfsemina.
Eins og flestir geta gert sér í hugarlund eru dagarnir erfiðir. Þegar svona löguðu er skellt framan í mann og fyrirvarinn er enginn – sveiflast maður frá reiði yfir í uppgjöf á víxl. Eitthvað gleymdist í framkvæmd mannauðsstefnu Sveitarfélagsins Árborgar, þegar kom að okkur.
Ég vona að innan fárra vikna verði rekstur hér kominn á skrið. Ég er þakklátur fyrir sýnda biðlund og þolinmæði. Flestir ef ekki allir viðskiptavinir okkar gera það nú þegar. Það er þakkar vert.
Meira hér eftir því sem fram vindur.
kveðja, Maggi