Verkstæðið í sumar.

Frá 31. mars nk.  mun ég ekki taka við nýjum verkefnum inn á verkstæðið.   

Nú stend ég frammi fyrir að þurfa að gangast undir aðgerð á baki / hrygg.     Það verður á vordögum, sennilega í maí.    Gæti jafnvel orðið fyrr.   

Eftir það þarf ég að huga að endurbata.

Þá get ég að líkindum klárað vorönnina í skólanum og ætla í framhaldi af því, ekki að vera  með starfsemi á verkstæðinu í sumar.  

Það þýðir að með vorinu get ég ekki tekið við verkefnum.  

Það skýrist þó betur þegar nær dregur.

Ef allt fer að óskum,  munum við taka upp þráðinn aftur í haust. 

Maggi

Breyting á afgreiðslutíma eftir áramótin

Nú þegar vorönnin hefst í FSU þarf ég að hliðra vinnutímanum hér.

Sú breyting verður að vinnudagar mínir í FSU verða föstudagar í stað mánudaga.    Þetta kom í ljós eftir niðurröðun stundatöflu á nýrri önn.

Vonandi veldur þetta ekki vandræðum eða ruglingi. 

Maggi

Martin Logan Ascent

Martin Logan á stofugólfinu

Ég var að fjárfesta í gömlum draumi. 

Lét af því verða að eignast Martin Logan Electrostatiska hátalara af gerðinni Ascent.   Þeir eru um 170 cm á hæð.   Klettþungir.

Uppgefnir 200W,  35-22.000 Hz

Þetta par er með seríunúmer hlið við hlið og hafa því komið úr sömu framleiðslulotu.

Soundið er guðdómlegt við fyrstu prófanir.   

Ég á von á að það verði enn betra þegar ég verð búinn að laga heimasmíðaða lampamagnarann minn og keyra þá á honum.

Svona hátalarar eru gríðarlega þungir í keyrslu enda með Impedance undir 4 ohmum.   Ekki margir transistormagnarar ráða vel við það.   Að auki hallar impedancekúrfan með hækkaðri tíðni og impedance-inn þar með lækkar enn.

Hér sjást þeir nýlega komnir inn á gólf að jafna sig eftir ferðalagið úr höfuðborginni.

Martin Logan Ascent Flyer

Maggi