Fisher EQ-875

Fisher EQ-875

Þetta er úr línu frá Fisher sem nefndist Studio Standard.   Þetta er s.k. Grafískur tónjafnari.  e.  Graphic Equalizer.

Mjög flottur útlitslega og ágætur í virkni.   Rauðir punktar í tíðnistillum þegar hann er virkur.   Tíðnisvörunardisplay. 

Ég er stundum tvístígandi við að nota svona græjur.  Finnst það lita hljóminn mikið og setja inn mismunandi fasvik eftir tíðnum.

Ef stillt er hins vegar nálægt miðlínu (0 dB) getur þetta verið til bóta.

Það sem hér þurfti að laga voru þéttaskipti í spennugjafanum og hreinsun á skipturum.   Örlítið þurfti að hreinsa í efri tíðnisleðana.

Maggi