Fjársjóður

Gullmolar í öskju
Gullmolar í öskju

 

Þessa á ég í fórum mínum. 

Nokkra TFK-ECC83 lampa.   Þá nota ég sem viðmiðunarlampa í RIAA phono mögnurum sem ég er að smíða.   

 

Til að prófa að allir aðrir íhlutir séu í lagi og standist viðmið.   Þeir fara seint héðan. 

Eins og sést eru þeir geymdir í sérstöku skrýni með filt í botni

Maggi 

Nafngiftir á lömpum – Evrópa

Sumir velta fyrir sér hvað standi eiginlega á bak við númerin sem eru á lömpunum.  Það eru ákveðin kerfi á bak við það.

í þessari grein fjalla ég um nafngiftir lampa eins og tíðkuðust í Evrópu.  Þessar hefðir eru enn virtar og notaðar við framleiðsluna í dag.

Fyrsti stafur er glóðarspenna eða straumur,  annar og þriðji lýsa hvers konar element eru í lampanum og númerið lýsir sökkulgerð og eiginleikum.  Þetta er sótt m.a. á Wikipedia

t.d.   ECC82  hér er með 6.3V glóð, tvær smásignal tríóður og er með 9BA sökkul

ECL81    væri 6.3V glóð, smásignal tríóða og pentóða í sama húsi og með 9BA sökkli.  (9-pinna)

EL34 er þá lampi með 6.3V glóð og einni pentóðu og verandi með octal sökkul.

GZ32 væri þá afriðilslampi (tvær díóður) með 5V glóð og octal sökkli

Lesa áfram „Nafngiftir á lömpum – Evrópa“

Hvað er blámi?

Svar:

Blátt plasmagas getur myndast innan á glerinu eða við götin á plötunni.  Þetta stafar af hárri  plötuspennunni,  leyfum af loft-molekúlum sem orðið hafa eftir við framleiðsluna og fljúgandi elektrónum.   Meira ber á þessu undir meira álagi,  of hárri plötuspennu eða illa/van-stilltum Bias.

Þetta er eðlilegt.  Rauður litur og hitablettir á plötunni eru það hins vegar ekki.

Sjá má flökt á blámanum eftir álagi lampans.

Maggi