Flottur fjögurra rása magnari frá Pioneer. Hér þurfti að lagfæra spennureguleringu, spennustilli. Skipta um þétta þar.
Það sem erfiðast var með þennan, voru inngangstransistorarnir á Tone ctrl einingunum. Hér eru tvöföld tone-stilli – 4 kanalar. Gömlu transistorarnir voru farnir að suða illa. Bilanagreiningin felur í sér að kæla eða hita þá. Skipti um þá (4) og eftir það var hann í lagi.
Þessi er frá þeim tíma sem menn voru með alla útgangana ( transistorana ) sömu gerðar og notast var við rýmdarstóran þétti á hátalaralögninni. Hljómur í þannig mögnurum er oft mjúkur og/eða þungur. Sumum líkar það vel.
Það kom mér dálítið á óvart hversu vel hann opnaðist upp, hljómlega, við viðgerðina.
Maggi
Útgangarnir hér eru:
2SC793 x 8