Nýtt ár og betri tíð

Fallegur vetrarhiminn

Í dag var sérlega fallegur suðurhimininn með sólarglitru, gangandi skuggum og sólstöfum í allar áttir.   

Það er eins og að himnafaðirinn sé að lofa okkur bjartara ári.  

Við vonum það allavega. 

Anna Linda tók myndina í dag frá Votmúlaveginum

Maggi

8MM Video NTSC (USA)

Nú hefur verkstæðið eignast og fengið til afnota,  cameru sem er fyrir 8MM videospólur og með NTSC kerfinu.    Hún spilar því 8mm Spólur sem eru teknar upp í NTSC kerfinu.  (Ameríska kerfinu)    Þær spilast ekki í tækjum framleiddum fyrir Evrópumarkað. 

Þetta hefur okkur vantað tilfinnanlega, því af og til koma spólur inn í afritun sem eru á NTSC formati.    Þær höfum við ekki getað afritað. 

Maggi

ATS-20 Stuttbylgjumóttakari

Nú hef ég tekið til prófunar og sölu, ef hann stenst viðmið,  ATS-20 stuttbylgjumóttakara.   

Mjög nettur og skemmtilegur.   Tekur öll stuttbylguböndin sem margir þekkja.   Sideband vinnsla og BFO,  LSB og USB og venjulegt AM

Nær 189 kHz,  RUV á Gufuskálum – fyrir öryggið.  

Mjög næmur á FM.

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er frá USB

Fyrstu prófanir lofa mjög góðu.   Maggi

Helstu kennistærðir:

SI4732 All Band Radio Receiver FM AM (MW SW) SSB (LSB USB) með hátalara,  loftneti og USB Snúru

Lýsing:

3.6V lithium rafhlaða
USB hleðsla
Innbyggður 8 ohm speaker 1W
FM Stereo Móttaka  (3.5mm jack)
BNC Loftnets-tengi

Stillanlegt AGC   (Gain-control)

Notar si4735 Ic rás sem sér um allt.

FM, AM-LW (MW og SW) + SSB (LSB and USB);
0.5, 1, 1.2, 2.2, 3, 4 og 6kHz audio bandbreiddar síur.   (notast mest á SSB)
22 skilgreind tíðnibönd  (commercial radio and amateur bands)
BFO  (Beat Freq Osc.  notast á SSB)
Stillanleg tíðni-þrep   (1, 5 and 10kHz)