
Stereo magnari frá Pioneer.
Þeir sem taka kassahlífina af þessum og hafa í gangi á sama tíma verða að passa sig að á snerta ekki kæliplöturnar fyrir útgangana, því það getur verið yfir 90V DC spennumunur á þeim. Ekki gott að leggja hendur yfir hann! Dálítið sérstök útfærsla, finnst mér, kannski einhver reiknaður sparnaður.
Það sem var að þessum var notkunarleysi og óhreinindi í stillum og skipturum. Þurfti að stilla hvílustrauma og DC balans á útgöngum.
Það eru MosFet útgangar í þessum
- IRF540 x2
- IRF9540 x2
Maggi