Þessi kom frá Heathkit 1962-3 og var í kit formi. Heilmikil vinna fór í að setja hann saman en útkoman var flott þegar menn vönduðu sig. Dálítið í anda tímans sem þá var. Allur fronturinn upplýstur eins og í amerískri drossíu! Bassi og Diskant aðskildir á sitthvorri rásinni, hægt að blanda rásum, venda og keyra einungis sitthvora. Levelstilli á öllum inngöngum. Stereo – Mono separation stilli.
Vinylklæddur á hliðum. Ofnar í stofum voru óþarfir meðan hann var í gangi.
Í þennan magnara er hægt að fá endurgerðar prentplöturnar og sérhönnuðu tónstillirásirnar endursmíðaðar. Eru eftirsóttir á EBay.
Í honum eru þessir lampar: 13 stk
- 2x EF86
- 4x 12AX7
- 2x 7199
- 4x 7591
- 1x GZ34
Ég átti einu sinni svona en henti honum í algerum óvitaskap. (fyrir mörgum árum)
M.