Gagnasendingar á neti

Við skilum verkefnum okkar yfirleitt á flökkurum fyrir stærri verk og á minnislyklum fyrir smærri verkin.   Það ræðst helst af gagnamagninu.

Við hér á verkstæðinu mælum alltaf með að hafa dýrmætu myndirnar nærri og á miðlum sem við ráðum alfarið.   Að geyma í skýjalausnum er gott líka en maður þarf að muna vankantana.

Nú ætlum við að bjóða upp á að viðskiptavinir geti sótt (smærri) verk í gegn um netið.    

  • Það gerist á þann hátt að viðskiptavinir fá sendan hlekk í pósti sem er virkur í ákveðinn tíma,  t.d. 7 daga
    • Þaðan er hægt að niðurhala efninu og vista að vild.
      • Til að auka öryggið fær viðskiptavinur „eins-skiptis“ lykilorð sent (dulkóðað) til að opna á niðurhalið.
  • Þegar niðurhalstíma lýkur lokast á hlekkinn.  

Afrit verka eru hins vegar alltaf geymd í u.þ.b. 4 vikur á netþjónum okkar, eftir afhendingu.   

Það er gert til öryggis ef eitthvað fer úrskeiðis.  

Varðandi SP og LP á 8MM videospólum

Upptökur á 8MM videospólum voru stundum teknar upp í sk. Long Play Mode (LP) en ekki í ráðlögðu SP Mode (Standard Play)

Með LP var hægt að nálgast 90 mín upptökutíma á 60 mín spólu.

Fólk áleit að það væri að spara og spólurnar voru reyndar ekki beint ódýrar á þeim tíma.

Þessar upptökur eru mjög erfiðar í afspilun og hugsanlega bara af vélinni sem tekið var upphaflega tekið á.
Ég reyni allar vélar sem ég hef til umráða og reyni að stilla af bandstýringar til að stilla þetta saman og ná upptökunum

Hjá okkur er ekkert aukalegt gjald tekið af þessum spólum.

Maggi

Yfirfærsla 8mm og Super 8mm kvikmynda

Til að skanna 8mm kvikmyndirFyrir nokkrum áratugum var vinsælt að taka kvikmyndir á 8mm formi.    Margir eiga ómetanlega gullmola minninga á þeim 

Fram til þessa hef ég þurft að vísa fólki annað sem er með 8mm kvikmyndir sem það þarf að fá skannað.

Nú erum við búin að festa kaup á skanna sem tekur 8mm og super8 kvikmyndir í yfirfærslur.  

Ætti að vera hjá okkur eftir tvær vikur.    Það verður spennandi að prófa.   Þessi græja tekur mynd af hverjum ramma og raðar síðan í MPEG video skrá sem hægt er að skoða í tölvum og sjónvörpum.    Um gæðin veit ég lítið en það skýrist við prófanir.

Fyrstu prófanir skila ásættanlegum niðurstöðum.    Hins vegar þurfum við að hafa í huga hversu smár hver rammi er og upplausn á filmum mismunandi.   Hver rammi á 8mm filmu er ekki nema  4.8 mm × 3.5 mm.   Heldur stærri á Super-8 filmum.    

Manni hættir við að bera gæðin saman við það sem okkur finnst eðlilegt í dag – en það er ekki sanngjarnt.

Svo eru þessar myndir í lit þannig að kornastærðin er talsverð. 

Við horfum framhjá þessum annmörkum því það er það sem er á þessum upptökum sem gefur gildið en ekki upptökugæðin.  

Maggi