Fyrir nokkrum áratugum var vinsælt að taka kvikmyndir á 8mm formi. Margir eiga ómetanlega gullmola minninga á þeim
Fram til þessa hef ég þurft að vísa fólki annað sem er með 8mm kvikmyndir sem það þarf að fá skannað.
Nú erum við búin að festa kaup á skanna sem tekur 8mm og super8 kvikmyndir í yfirfærslur.
Ætti að vera hjá okkur eftir tvær vikur. Það verður spennandi að prófa. Þessi græja tekur mynd af hverjum ramma og raðar síðan í MPEG video skrá sem hægt er að skoða í tölvum og sjónvörpum. Um gæðin veit ég lítið en það skýrist við prófanir.
Fyrstu prófanir skila ásættanlegum niðurstöðum. Hins vegar þurfum við að hafa í huga hversu smár hver rammi er og upplausn á filmum mismunandi. Hver rammi á 8mm filmu er ekki nema 4.8 mm × 3.5 mm. Heldur stærri á Super-8 filmum.
Manni hættir við að bera gæðin saman við það sem okkur finnst eðlilegt í dag – en það er ekki sanngjarnt.
Svo eru þessar myndir í lit þannig að kornastærðin er talsverð.
Við horfum framhjá þessum annmörkum því það er það sem er á þessum upptökum sem gefur gildið en ekki upptökugæðin.
Maggi