Alesis Adat-8

Þetta tæki var að bætast í tækjakost verkstæðisins.   Þetta er 8-rása Digital upptökutæki sem tekur upp á VHS spólur!    Já það er rétt.     Og gerir það eins og engill.    Þetta er frá því rétt fyrir tíma margra rása upptaka í tölvum.     8 rásir og allt tímastampað.    Ég hef gaman að grúska í svona löguðu.    Maður þarf að „Formata“ VHS spólurnar fyrir notkun.   Um það bil 60 mínútna upptaka næst af 180 mín spólu.

Þetta var flott viðbót á sínum tíma og spólurnar kostuðu klink.

Góðvinur verkstæðisins lagði þetta í púkkið.

Þannig að ef einhver á VHS-Digital-Audio upptökur er möguleiki á að bjarga því.

Maggi