Zenerdíóður útskýrðar

Zener Díóður er hægt að nota til að búa til fasta spennu með lítilli gáruspennu í breytilegt álag.

Með því að taka hluta straums í gegn um díóðuna getur hún séð álaginu (R-load) fyrir stöðugri spennu.    Þær eru alltaf notaðar bak-spenntar (strikið á móti plús)

Zenerdíóður eru mis öflugar t.d. 500mW eða 1.3W

Allar Zenerdíóður þurfa straumtakmarkandi viðnám (Rs) frá input spennunni og stærðin á því markast af aflinu sem Zenerdíóðan á að ráða við.

Maggi

Darlingtonar útskýrðir

Darlingtonar eru í raun tveir transistorar í sama húsi. Þeir eru tengdir þannig saman að mjög mikil spennumögnun fæst.

Þessir tveir eru af sama kyni, NPN eða PNP.

Með þessu fyrirkomulagi næst hár mögnunarstuðull eða hfe.

Venjulegur transistor er kannski með hfe=100-200 en darlingtonar eru með 10x hærri mögnunarstuðul. hfe=1000-1200.

Darlingtonar eru stundum notaðir í útgangsstigum magnara en oftast eru menn að reyna spara eitthvað með því.

M.

Að skilja mögnun í lampa

Hægt er að nota hluti úr næsta umhverfi til að skilja mögnunarvirkni í lömpum.  t.d. vatn í slöngu eða það sem er ekki minna lýsandi,

Sterkt ljós á bak við rimlagardínu.  Við hugsum okkur ljósið sem katóðu, gardínuna sem grind og það sem er fyrir utan gluggann sem anóðuna/plötuna.

með smá hreyfingu á rimlunum stjórnum við miklu ljósmagni.

í lömpum er losað um elektrónur með því að hita katóðuna.  Hægt er að draga þær yfir á plötuna (Anode) með því að setja á hana háa positíva spennu.   Með lítilli spennubreytingu á grind sem er þarna á milli – stjórnum við talsverðum straumi,  meiri straumbreytingum en ætla mætti af grindinni = mögnun.

Maggi