Að skilja mögnun í lampa

Hægt er að nota hluti úr næsta umhverfi til að skilja mögnunarvirkni í lömpum.  t.d. vatn í slöngu eða það sem er ekki minna lýsandi,

Sterkt ljós á bak við rimlagardínu.  Við hugsum okkur ljósið sem katóðu, gardínuna sem grind og það sem er fyrir utan gluggann sem anóðuna/plötuna.

með smá hreyfingu á rimlunum stjórnum við miklu ljósmagni.

í lömpum er losað um elektrónur með því að hita katóðuna.  Hægt er að draga þær yfir á plötuna (Anode) með því að setja á hana háa positíva spennu.   Með lítilli spennubreytingu á grind sem er þarna á milli – stjórnum við talsverðum straumi,  meiri straumbreytingum en ætla mætti af grindinni = mögnun.

Maggi