Varðandi 8mm og Super8 kvikmyndir

Til að skanna 8mm kvikmyndirÉg hef verið að nota yfirfærslugræju sem tekur 3″ og 5″ kvikmyndaspólur án vandkvæða og skilar afurðinni á mpeg formi.

Ég er hins vegar ekki fyllilega ánægður með upplausnina og gæðin.    Af þeim ástæðum hef ég ákveðið að hafa 35% afslátt af uppsettu verði í gjaldskrá fyrir þessa gerð miðla.

Það sést fyllilega hvað er á kvikmyndunum en er eiginlega bara ekki alveg nógu gott, að mínu mati.

Minningarnar hins vegar eru þarna þó gæðin standist illa nútímaviðmið.

Maggi