Hvað er Dual conversion?

Dual conversion er hugtak í útvarpsfræðum og móttökurum.    Til að skilja þetta þarf maður að vita hvað super-heterodyne móttaka er.   Öll útvarpstæki til áratuga, eru byggð á þeirri útfærslu.   

Það þýðir að tíðninni sem stillt er á er blandað með annari hærri tíðni og úr því fæst svokölluð millitíðni.

Hér höfum við einfalt superhet viðtæki.  til dæmis á miðbylgju.

Ef stillt er á 1000 KHz er local oscillatorinn (samstilltur með punktalínunni) að gefa frá sér 1455 KHz.

Ef að RF merkið frá loftnetinu er 1000 KHz þá er Mixerinn að gefa frá sér tvær tíðnir þe.  2455 KHz og 455 KHz.    IF fiterinn hleypir 455 KHz í gegn og IF magnarinn magnar hana.    AM Mótunin á IF er sú sama og á merkinu sem kemur inn.  Afmótarinn býr til Audio úr IF sem síðan fer í hátalarann.

  • IF = Intermediate Frequence eða millitíðni.
  • AM = Amplitude Modulation eða Styrkmótun

 

Hér sjáum við blokkmynd af móttakara með dual conversion á IF stigi.  Sem sagt með tveimur Local oscillatorum og sitthvorri millitíðninni. 

Næmi í útvarpsmóttökurum byggist á mögnun í IF stigi / stigum.   Vandaðri og næmari móttakarar eru ýmist dual eða jafnvel triple conversion.   Hvort IF stig er með mikla mögnun.

Maggi