FM lampa-tuner frá Sherwood. Er með fullan FM-skala 88.0 – 108 MHz vegna þess að hann var smíðaður fyrir bandaríkjamarkað á sínum tíma eða um 1959.
í honum eru 11 lampar.
Öllu haganlega fyrirkomið og flott. Ég á einn svona sem er í fullkomnu lagi. Sá var í notkun – stöðugri notkun öll árin á Loranstöðinni á Gufuskálum, sem ég var þar og í raun löngu áður. Dag og nótt gekk hann og sá hátalarakerfinu fyrir prógrammi.
Þetta kalla ég endingu.
Maggi