
Fínn og flottur fulltrúi magnara frá Pioneer. Milli-öflugur en vel smíðaður og vandaður. Þetta eintak á myndinni var hjá mér í yfirhalningu og skipti ég út urmul íhluta. Bæði þéttum og transistorum. Tantalium electrolyt þéttum sem oft eru á inngöngum eininga, skipt út fyrir „Vima“ þétta sem ekki eru pólaðir.
Transistorum sem hafa hátt „eigin“ suð skipt út.
Þessi vegferð skilaði virkilega góðum árangri og ég tók það orð af eigandanum að ef hann hygði á að selja hann að hafa samband fyrst við mig!
Útgangarnir hér eru
- 2SD388 x2
- 2SB541 x2
Maggi