Tækjadót í kvikmynd

í kvikmyndinni Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar

er talsvert notað af græjum,  heyrnartól og segulbönd.

Hver haldið þið að hafi verið fenginn að yfirfara það svo að virkaði?

Maggi

 

Hvað er blámi?

Svar:

Blátt plasmagas getur myndast innan á glerinu eð við götin á plötunni.  Þetta stafar af hárri pennunni, leyfum af loft-molekúlum sem orðið hafa eftir við framleiðsluna og fljúgandi elektrónum.   Meira ber á þessu undir meira álagi,  of hárri plötuspennu eða illa stilltum Bias.

Þetta er eðlilegt.  Rauður litur og hitablettir á plötunni eru það hins vegar ekki.

Sjá má flökt á blámanum eftir álagi lampans.

Maggi

Hvað er Getter flash?

Lampinn hægra megin er með brest í glerinu

Svar:

Getter flash er silfraða húðin sem sést innan á glerinu.

Getter er annaðhvort hringur eða bolli sem festur er við innvolsið í lampanum,  – efst eða neðst þannig að frussið frá þeim lendi ekki á innvolsinu.

Til þess að trygga algert lofttóm innan í lampanum er komið fyrir sérstökum málmum í litlum bollum eða hringjum,

Span- (Induction) hitun

Síðasta verkið í framleiðslunni er að „fíra getterinn“

Lampanum er þá, að lokum, stungið í sterkt segulvið sem kveikir málminn og eyðir síðustu lofteindunum sem ekki náðust með lofttæmi-pumpunni.

Ef lampinn brotnar eða lekur, verður þessi húð hvít eins og skot.

Maggi