Pioneer PL-15C Plötuspilari

Þessum plötuspilara var ég að hjálpa á lappir.   

Gott eintak og vel með farinn.  Smíðaður 1972.    Nánast ekkert plast notað    Tregða í mótor og frávik í armlyftunni var það sem var að hefta hann.

4-póla Async motor eins og tíðkaðist á þessum árum.   Hér var gert ráð fyrir að smyrja legurnar í mótornum og eru 2 plastslöngur með einhvers konar kveik til þess.     ( sitthvor dropinn á ári! )

Maggi

Dali 17 Re-foam verkefni

Hér sjáum við wooferana þegar ég var að byrja hreinsa gamla foamið af og límið.  

Notaði viðgerðakit frá Lautsprecher-teknic í Þýskalandi.  Fínar vörur

 

 

 

Á þessari mynd sést þegar viðgerð er lokið.  Vonandi gengur vel eftir að eigandinn setur þá aftur í boxin.

Maggi

Pioneer SA-8500 II

Þetta er einn að þeim allra flottustu mögnurunum frá Pioneer.   Gæti vel hugsað mér að eignast einn svona með tíð og tíma.

Sundurtekinn

Þurfti að skipta um eitthvað af þéttum hér og hreinsa í stillin og rofana.    Sjáið hvernig Bassa og Diskant stillin eru með hvort um sig þrjár mismunandi cross-over tíðnir sem stillingin virkar á.   Minnir á það sem Quad gerði á sínum 202 formagnara.

Eins loading á Phono cartridge

Þessi viðgerð gekk vel.

Maggi