Kenwood KA-701

Fallegur magnari frá Kenwood framleiddur 1978 – 81.   Hér er vel hugað að skermingum og jarðbindingu eininga.   Phono RIAA einingin er á brettinu aftaná þar sem tengin eru.   Hún er sérstaklega skermuð af.

Sérsteypt álkælingin skiptir magnaranum í tvennt – truflanalega sagt.   Tvöfaldur spennugjafinn situr í miðju.    Einn spennir en tvær afriðunareiningar.

Þessi þurfti talsvert hreinsunarátak í skipturum og stillum auk þess að fara þurfti yfir lóðningar nálægt útgöngunum.

Bias og hvílustraumar stilltir.  Gekk of heitur.

Útgangarnir í þessum eru:

Virkar nú eins og engill.

Kenwood KA-8004

 

Einn flottur af eldri árgöngum frá Kenwood.    Dálítið ljósadæmi sem sýnir hvað er stillt á.   Flottur spennugjafi og aflmikill.   Þéttur í soundi og ber aldurinn vel.   

Þurfti að skipta um nokkra þétta í audio-path ásamt hreinsunarátaki í stillum og skipturum.    Virkar vel.

M.

 

 

Varðandi 8mm og Super8 kvikmyndir

Til að skanna 8mm kvikmyndirÉg hef verið að nota yfirfærslugræju sem tekur 3″ og 5″ kvikmyndaspólur án vandkvæða og skilar afurðinni á mpeg formi.

Ég er hins vegar ekki fyllilega ánægður með upplausnina og gæðin.    Af þeim ástæðum hef ég ákveðið að hafa 35% afslátt af uppsettu verði í gjaldskrá fyrir þessa gerð miðla.

Það sést fyllilega hvað er á kvikmyndunum en er eiginlega bara ekki alveg nógu gott, að mínu mati.

Minningarnar hins vegar eru þarna þó gæðin standist illa nútímaviðmið.

Maggi