Pioneer SA-9800

Þessi er nú búinn að vera hjá mér síðan í vor.   Einhver var nú búinn að reyna að gera við hann en gafst upp.    Ég þurfti að endursmíða stóru spennugjafaeininguna,  skipta um prent og endurbyggja.     Síðan var bilun í straumstýringum fyrir forstigin í kraftmagnararásunum,  Erfið bilun í öðrum kanalnum og ég endaði á að laga display eininguna.

Hann hefur eiginlega gengið í endurnýjum lífdaga.   Dásamlegur og mjúkur hljómur.

 

Ég er dálítið stoltur yfir að hafa komið honum í lag. 

Maggi. 

Sjá hér.

Sony TC-630D Reel to reel

Sony TC-540 Reel-Reel

     Þetta tæki var að komast í lag hjá mér í dag.  Play/Rec skiptarasystemið alveg gróið fast – lagfært.  Mótorinn var nánast fastur. 

Geymslutengd vandamál.  Einnig þurfti að laga halla á pressuhjólinu sem varð til þess að tape rann alltaf út úr skorðum og krumpaðist.

Ágætt tæki með 3 hausum þannig að hægt var og er að hlusta á upptökurnar af tape um leið og þær voru gerðar.

Maggi

Pioneer PL-15C Plötuspilari

Þessum plötuspilara var ég að hjálpa á lappir.   

Gott eintak og vel með farinn.  Smíðaður 1972.    Nánast ekkert plast notað    Tregða í mótor og frávik í armlyftunni var það sem var að hefta hann.

4-póla Async motor eins og tíðkaðist á þessum árum.   Hér var gert ráð fyrir að smyrja legurnar í mótornum og eru 2 plastslöngur með einhvers konar kveik til þess.     ( sitthvor dropinn á ári! )

Maggi