Þetta tæki er með þeim flottari frá Pioneer. Smíðað um 1978 hér um bil. Ekkert til sparað og glæsileikinn auðsær.
Það er eiginlega heiður að hafa svona tæki í höndunum og koma í lag. Hér sést þegar ég var að klára.
Maggi
Verslun, Yfirfærslur á stafrænt form, Smíðar og hönnun hljómtækja.
Verkefni sem eru áhugaverð
Þetta tæki er með þeim flottari frá Pioneer. Smíðað um 1978 hér um bil. Ekkert til sparað og glæsileikinn auðsær.
Það er eiginlega heiður að hafa svona tæki í höndunum og koma í lag. Hér sést þegar ég var að klára.
Maggi
Þetta er tæki sem var smíðað 1973, árið sem Vestmannaeyjagosið var og ég var 13 ára gutti og flúði undan því.
Þetta er með fyrri cassettutækjunum frá Pioneer. Ég er búinn að eiga þetta eintak í nærri 30 ár og alltaf haft það í notkun.
Eina sem ég hef þurft að gera er að skipta um reimar og hreinsa í REC/Play skiptarann.
Var að skipta núna en það var eiginlega ekki þörf á því. Merkilegt hvað þetta virkar vel, ekkert Dolby en stilling fyrir Chrome tape.
Maggi
Þetta Radionette Kvintett Lampaútvarpstæki frá því um 1966-7 er búið að vera í viðgerð hjá mér og er nú komið í lag. Það er svo mikill sjarmi yfir þessum gömlu tækjum, sérstaklega ef þau komast í lag.
Ég þurfti að þræða skalasnúrurnar báðar rétt upp. Það er ekki einfalt mál í svona tækjum. Tveir skalar og mekanísk kúppling! Auk filterþétta í spennugjafa og óhreina skiptara.
Svona tæki finnast á minjasöfnum eins og hér
Maggi