Hitamyndavél í símann

Verkstæðið var að eignast hitamyndavél – sem stungið er í USB á símanum.    Kemur í fínni tösku og í vönduðum kassa.    

Virkar firnavel og hægt að lesa áætlað yfirborðshitastig hluta í myndinni.

Þessi vél kemur sér afar vel við bilanaleit í tækjum,  sérstaklega í mögnurum þar sem íhlutir geta hitnað. 

Rafvökvaþéttar sem eru byrjaðir að dala í gæðum byrja að volgna/hitna löngu áður en þeir bila.

Það er sem sagt hægt að beita fyrirbyggjandi aðferðum hér.

Hugsa að ég bæti þessu á lagerinn og í vefverslun.

Er hér

Maggi

Spennasett í lampamagnara

Ég var að fá í hús sendingu.  Eitt sett af spennum 1+2 stk til að smíða lampamagnara með Single End útgöngum.   

Þeir líta mjög vel út og eru vel smíðaðir.   Það er hugsað fyrir því að vefja útgangsspennana marglaga og rétt.   Það er nauðsynlegt til að ná góðri tíðnisvörun.   

Powerspennirinn þarf það ekki því hann vinnur bara á 50Hz.

Mig langar, með tíð og tíma að prófa þá með EL84 í útgangi og kannski EF86 fyrir framan.

Sjá má þá hér í vefversluninni

M