NAD S-300

Hér er virkilegur hlunkur frá NAD.   Byggður eins og skriðdreki og þungur eftir því.   Nær 30 kg!

Hann er í raun tvær mono-blokkir í sama chassis.   Mjög öflugir spennugjafar eins og sést á stærð spennana.

Vandamálið í þessum, eins og stundum í NAD af nýrri tegundum, er hitavandamál í spennustýringum.   Mér finnst þær vera látnar ganga of heitar.   

Lagfærði lóðningar og Volume stillið. 

Hér sjáum við inn í magnarann

Dual pair transistorar í útgöngum

  • 2x  2SA1216
  • 2x  2SC2922

M. 

NAD C270

Þetta er kraftmagnari frá NAD – smíðaður í Kína.   

Öflugur og duglegur.

Hann er með sk. power envelope system og því flókið að lagfæra ef úr lagi gengur.      Rásateikningarnar sem fylgja honum eru mikið torf og ekki fyrir óvana að rekja sig í gegn um.

Þessi sem var hér var með bilaðar straumstýringar við aflmagnarann.   Hlutar hans ganga dálítið heitir og það olli vandræðunum.  

Útgangar í þessum eru:

í hvorri rás

  • 2SA1943       x3 í hliðtengingum
  • 2SC5200      x3 í hliðtengingu

Aðrir varahlutir

2SA872A

Quad 405 Kraftmagnari

Þetta er Quad 405 kraftmagnarinn.   Engin stilli og ekkert nema fín gæði.   Byggður eins og skriðdreki og massívur á alla kanta.   Hann er með gríðarlega öflugan spennugjafa og fína straumgetu.

Þessi sem var hjá mér var með ónýta stóru þéttana í spennugjafanum.   

Svo þarf ég að smíða millisnúru í 4-pinna DIN tengið

4-pinna DIN tengið:   DIN/4/210

Maggi