Hér er virkilegur hlunkur frá NAD. Byggður eins og skriðdreki og þungur eftir því. Nær 30 kg!
Hann er í raun tvær mono-blokkir í sama chassis. Mjög öflugir spennugjafar eins og sést á stærð spennana.
Vandamálið í þessum, eins og stundum í NAD af nýrri tegundum, er hitavandamál í spennustýringum. Mér finnst þær vera látnar ganga of heitar.
Lagfærði lóðningar og Volume stillið.
Hér sjáum við inn í magnarann
Dual pair transistorar í útgöngum
- 2x 2SA1216
- 2x 2SC2922
M.


Þetta er kraftmagnari frá NAD – smíðaður í Kína.
Þetta er Quad 405 kraftmagnarinn. Engin stilli og ekkert nema fín gæði. Byggður eins og skriðdreki og massívur á alla kanta. Hann er með gríðarlega öflugan spennugjafa og fína straumgetu.