Quad ESL-57 Electrostatic hátalari

Hér var ég búinn að skipta um dust coverin á bassapanelunum

Þessir eru alveg í sérflokki.   

Smíðaðir frá 1957-1985    yfir 54 þús stykki.    Nánast óbreyttir allan þann tíma.   Það segir eitthvað um framsækni hönnunarinnar.

Þeir eru alfarið electro-statískir.  Engir seglar eða resonance box eða kassi.  Bara háspennugjafi, háspennu-hátalaraspennir og statiskar filmu-membrur sem titra.    Hann skiptist í einn þrefaldan treble panel og tvo bassapanela.   Opinn að aftan en með dempandi filter þar,  sérstaklega aftan við treble panelinn.  Algerir gimsteinar.

Vocalarnir eru á upphækkuðum gæðum.

Það er ekki fyrir hvaða magnara sem er að ráða við þessa.  Eiginlega verður það að vera lampamagnari.   Það er út af Inngangs-Impedance þeirra.    Hér má heldur ekki keyra upp í afli.

Maggi