Ég var að fjárfesta í gömlum draumi.
Lét af því verða að eignast Martin Logan Electrostatiska hátalara af gerðinni Ascent. Þeir eru um 170 cm á hæð. Klettþungir.
Uppgefnir 200W, 35-22.000 Hz
Þetta par er með seríunúmer hlið við hlið og hafa því komið úr sömu framleiðslulotu.
Soundið er guðdómlegt við fyrstu prófanir.
Ég á von á að það verði enn betra þegar ég verð búinn að laga heimasmíðaða lampamagnarann minn og keyra þá á honum.
Svona hátalarar eru gríðarlega þungir í keyrslu enda með Impedance undir 2 ohmum. Ekki margir transistormagnarar ráða vel við það. Að auki hallar impedancekúrfan með hækkaðri tíðni.
Hér sjást þeir nýlega komnir inn á gólf að jafna sig eftir ferðalagið úr höfuðborginni.
Maggi