Dali 17 Re-foam verkefni

Hér sjáum við wooferana þegar ég var að byrja hreinsa gamla foamið af og límið.  

Notaði viðgerðakit frá Lautsprecher-teknic í Þýskalandi.  Fínar vörur

 

 

 

Á þessari mynd sést þegar viðgerð er lokið.  Vonandi gengur vel eftir að eigandinn setur þá aftur í boxin.

Maggi

Pioneer SA-8500 II

Þetta er einn að þeim allra flottustu mögnurunum frá Pioneer.   Gæti vel hugsað mér að eignast einn svona með tíð og tíma.

Sundurtekinn

Þurfti að skipta um eitthvað af þéttum hér og hreinsa í stillin og rofana.    Sjáið hvernig Bassa og Diskant stillin eru með hvort um sig þrjár mismunandi cross-over tíðnir sem stillingin virkar á.   Minnir á það sem Quad gerði á sínum 202 formagnara.

Eins loading á Phono cartridge

Þessi viðgerð gekk vel.

Maggi

Sony TC-540 Reel / Reel segulband

Sony TC-540 Reel-Reel

Svona tæki var nýlega í viðgerð hjá mér.   Smíðað fyrir 1973 því að Arnór bróðir átti svona tæki fyrir gos.

Hugsað sem Portable tæki.  Innbyggður magnari,  í hliðunum á því eru hátalarar og í tvöfalda lokinu voru aðrir tveir sem stillt var upp til hliðar við tækið.

Í þessari ártíð segulbanda var iðullega notaður async mótor sem hvurs hraði ákvarðast af 50 Hz netrafmagninu.  Sú stýring var biluð í þessu tæki ásamt reimum.

Tókst býsna vel til.

Maggi