ATS-25 plus Stuttbylgjumóttakari

Er búinn að fá einn af þessum til prófunar og sölu.  Þetta er heilmikill móttakari þótt ekki sé umfangið stórt.

Maður er smá stund að læra á að nota snertiskjáinn og ég með mína putta rétt slepp.

Tekur öll bönd á stuttbylgju,  bæði commercial og amatör.  USB og LSB að sjálfsögðu.  FM, AM og Langbylgju.

Mjög skemmtileg funksjón er að láta hann skanna spectrumið og birta á skjánum nálægar útsendingar. 

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er með USB-c. 

Hörðustu amatörar horfa eflaust á þetta sem skemmtilegt leiktæki.     Amk verður að tengja við hann gott loftnet til að ná árangri.    Loftnets-stubburinn sem fylgir með dugar nánast bara fyrir FM

Er að prófa hann betur.

Finnst í versluninni hér

Maggi

Pioneer PL-12D Plötuspilari

Pioneer PL-12D

Plötuspilara eins og þessum, var ég að hjálpa á lappir.   

Gott eintak og vel með farinn.  Smíðaður 1972.    Nánast ekkert plast notað    Tregða í mótor og frávik í armlyftunni var það sem var að hefta hann.

4-póla Async motor eins og tíðkaðist á þessum árum.   Hér var gert ráð fyrir að smyrja legurnar í mótornum og eru 2 plastslöngur með einhvers konar kveik til þess.     ( sitthvor dropinn á ári! )

Íhlutir í Pioneer PL-12D

Maggi

Dali 17 Re-foam verkefni

Hér sjáum við wooferana þegar ég var að byrja hreinsa gamla foamið af og límið.  

Notaði viðgerðakit frá Lautsprecher-teknic í Þýskalandi.  Fínar vörur

 

 

 

Á þessari mynd sést þegar viðgerð er lokið.  Vonandi gengur vel eftir að eigandinn setur þá aftur í boxin.

Maggi