Nostalgía

Til að uppfylla ákveðna nostalgíu-eftirsjá hjá mér sjálfum, þá hef ég flutt inn modulu til að keyra s.k. indicator lampa.

Margir muna eftir grænum skalalömpum á gömlum útvarpstækjum sem notaðir voru til að hjálpa við að stilla rétt inn á útvarpssendinguna.

Þetta sást líka oft á segulböndum af eldri gerðinni og var notað í stað mæla sem síðar komu.

Mér finnst þessir grænu skalar dálítið flottir og spes.

Hugsa að ég hafi þetta á einhverjum af þeim mögnurunum sem ég er með í kollinum.

Þessi eining heitir 6E2 Indicator module kit í vef-Versluninni

 

Maggi

Stafræn sveiflusjá

Scope DSO-138 í Vefversluninni

Ég er búinn að setja saman eina af þessum.

Prentið er af alveg ágætum gæðum og vel er merkt fyrir öllum íhlutum.  Allt passar vel og fellur saman.

Það verður þó að segjast að þetta er ekki endilega kit sem hentar algerum byrjendum.

Það útheimtir talsverða nákvæmni að setja þetta saman.  Hluti íhlutanna (componenta) eru SMD.  (Surface Mounted Device)

Margir íhlutanna er mjög smáir.

Ekki gerlegt, fyrir mig, nema undir stækkunarlampa og með hitastýrðum lóðbolta.

Maður þarf að vera í rusl-fríu umhverfi og í andlegu meðaljafnvægi.

 

Maggi