Hybrid magnari settur saman

Ég er búinn að setja saman einn af þessum.  Lampa-headphone Amp og Hybrid útgangur. 

linkur á Kit á Lager

Hann fór saman i einni bunu og var settur í gang og virkar alveg eins og engill.  

Hann er með tvær 6J1 pentóður sem inngangsstig sem keyra tvær LM1875 Magnararásir fyrir hátalara.   Þær eru nánast í „Starve“ Mode vegna þess hversu plötuspennan er lág.    Ef maður tengir headphone í tengið er þetta eingöngu lampamögnun.  Þá eru Ic rásirnar ekki notaðar.

Ég var alveg hissa hvað hann hljómaði vel.     Þetta var bara gaman

Hann þarf 18V-0-18V AC keyrslu-spennu.   (spennir)

Maggi 

 

Spennugjafi fyrir lampa-formagnara

Þessa gerð spennugjafa hef ég tekið til prófunar og í sölu ef hann kemur vel út. 

Hentugur fyrir lampa formagnara. 

Hann er ekki hannaður fyrir mikið afl eins og stærri magnara þurfa

Er full skermaður og nettur.    

  • 265V B+    með seinkun
  • 6.3V fyrir glóðina

Hægt verður að sjá hann hér:

Spennugjafi, lampaformagnara,  PS-Tube-03

Maggi

Framsetning vörutitla á Vefnum okkar

Á Lagernum hjá okkur á Verkstæðinu eru nú á þriðja þúsund vörutitlar.

Við værum að æra óstöðugan ef það allt væri framsett sem ein og ein vara.  Það yrði líka afar flókið við leit.

Þess vegna tökum við saman t.d.  Viðnámaseríur undir einu vörunúmeri en hægt að velja viðnámsgildin og setja í innkaupakörfuna. 

Sama gildir með rafvökvaþéttana      ( Electrolyt þéttana)  en þeir eru teknir saman undir spennugildinu en síðan er rýmdin valin.  

Þetta er miklu skýrara þegar maður er að leita að íhlutum.