ATS-25 plus Stuttbylgjumóttakari

Er búinn að fá einn af þessum til prófunar og sölu.  Þetta er heilmikill móttakari þótt ekki sé umfangið stórt.

Maður er smá stund að læra á að nota snertiskjáinn og ég með mína putta rétt slepp.

Tekur öll bönd á stuttbylgju,  bæði commercial og amatör.  USB og LSB að sjálfsögðu.  FM, AM og Langbylgju.

Mjög skemmtileg funksjón er að láta hann skanna spectrumið og birta á skjánum nálægar útsendingar. 

Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er með USB-c. 

Hörðustu amatörar horfa eflaust á þetta sem skemmtilegt leiktæki.     Amk verður að tengja við hann gott loftnet til að ná árangri.    Loftnets-stubburinn sem fylgir með dugar nánast bara fyrir FM

Er að prófa hann betur.

Finnst í versluninni hér

Maggi

Mælitæki DSO-TC2

DSO-TC2 Fjölnota mælitæki

Ég er að prófa svona mælitæki.   Kemur mjög vel út.

Þetta er Íhlutamælir fyrir transistora af ýmsum gerðum, díóður, Zenerdíóður, spólur og Þétta.    Afar nákvæm viðnáma-mæling.

Auk þess er þetta einföld sveiflusjá til að skoða audioform og digitalpúlsa. 

Svo er innbyggður PWM Modulator fyrir þá sem eru að leika sér með mótorstýringar og Switched Mode spennugjafa.

Flott græja sem líklega verður hér í sölu. 

Maggi

Brimar lampar

 

Brimar er gamalt firmanafn á lömpum.   Nú hafa aðilar í Bretlandi tekið sig til og eru að endurvekja þá starfsemi.  Við skulum fylgjast með hér.  

Það er frábært að það sé til hópur fólks sem er tilbúinn að leggja þetta á sig.

Hér má sjá meira um þetta verkefni.  

Ég á meira að segja nokkra lampa með þessu logói – gömul framleiðsla.

Ég ætla að prófa hvernig þeir koma út.  Tek nokkra í prófanir.

EL34 og EL84 eru algengir lampar í útgangsstigum gítarmagnara sem og í heimagræjum. 

Maggi