VHS safnupptökur

Ef í ljós kemur að hljóð og mynd fara ekki saman þegar afritað er af löngum VHS spólum.

Algengt var að safna upptökum af litlum cameru-spólum og setja á VHS

Í upptökunum geta verið mikið af „frame dropout“ sem þýðir að ekki nást allir mynd-rammarnir af VHS upptökunni.
Þetta er ekki óeðlilegt af VHS – sérstaklega ef upptökurnar eru coperaðar af öðrum cameru-miðlum eins og 8MM eða VHS-c
Hins vegar er hljóðið tekið hliðrænt (analog) og þar myndast ekki eyður.
Þetta á sérstaklega við um eldri VHS upptökur.

Seinni tíma VHS tæki nota aðra tækni við hljóðið og þetta vandamál birtist síður.

Ef að upptökur eru þannig að tiltölulega fá frame dropout verða kemur þetta ekki að sök.
Þessar villur safnast upp og ef upptökur eru langar og samfelldar getur orðið misræmi hljóðs og myndar.    Það er þá þannig að hljóðið virðist vera á eftir.

Ef upphaflegu spólurnar eru til, er mögulegt að ná þessu betur.   VHS var ekki besta aðferðin að geyma video.

Maggi