Breytingar

Nú í morgun ( 14. júní) fékk ég að vita það að starfskraftar mínir hjá Sveitarfélaginu Árborg eru afþakkaðir og starfi mínu þar sem kerfisstjóri til nærri 12 ára, því lokið.

Félagar mínir á deildinni eru í sömu súpu.   Þetta heita víst skipulagsbreytingar.

Ég sé það hins vegar sem tækifæri til að geta sinnt starfseminni hér eins og vera ber.   Ég mun einhenda mér í að þjónusta viðskiptavini mína af bestu getu og ætla að endurskipulegga aðstöðuna og taka skúrinn alfarið undir starfsemina.

Eins og flestir geta gert sér í hugarlund eru dagarnir erfiðir.   Þegar svona löguðu er skellt framan í mann og fyrirvarinn er enginn – sveiflast maður frá reiði yfir í uppgjöf á víxl.   Eitthvað gleymdist í framkvæmd mannauðsstefnu Sveitarfélagsins Árborgar, þegar kom að okkur.

Ég vona að innan fárra vikna verði rekstur hér kominn á skrið.   Ég er þakklátur fyrir sýnda biðlund og þolinmæði.  Flestir ef ekki allir viðskiptavinir okkar gera það nú þegar.  Það er þakkar vert.

Meira hér eftir því sem fram vindur.

kveðja,  Maggi

 

 

 

Hybrid magnari settur saman

Ég er búinn að setja saman einn af þessum.  Lampa-headphone Amp og Hybrid útgangur. 

linkur á Kit á Lager

Hann fór saman i einni bunu og var settur í gang og virkar alveg eins og engill.  

Hann er með tvær 6J1 pentóður sem inngangsstig sem keyra tvær LM1875 Magnararásir fyrir hátalara.   Þær eru nánast í „Starve“ Mode vegna þess hversu plötuspennan er lág.    Ef maður tengir headphone í tengið er þetta eingöngu lampamögnun.  Þá eru Ic rásirnar ekki notaðar.

Ég var alveg hissa hvað hann hljómaði vel.     Þetta var bara gaman

Hann þarf 18V-0-18V AC keyrslu-spennu.   (spennir)

Maggi 

 

Spennugjafi fyrir lampa-formagnara

Þessa gerð spennugjafa hef ég tekið til prófunar og í sölu ef hann kemur vel út. 

Hentugur fyrir lampa formagnara. 

Hann er ekki hannaður fyrir mikið afl eins og stærri magnara þurfa

Er full skermaður og nettur.    

  • 265V B+    með seinkun
  • 6.3V fyrir glóðina

Hægt verður að sjá hann hér:

Spennugjafi, lampaformagnara,  PS-Tube-03

Maggi