Hvers vegna þurfum við cross-over í hátalaraboxum?

Hlutverk Cross-over einingar

 

Flest hátalarabox nota tvo (eða fleiri) aðskilda hátalara, vegna þess að það er  ómögulegt að búa til einn hátalara sem nær yfir allt hljóðtíðnisviðið með nákvæmni og aflmeðhöndlun sem nauðsynleg er.

Þannig er algengt að hátalarabox séu með, að minnsta kosti tvo hátalara: „woofer“ eða „bass-mid“, sem sér um lægri tíðnirnar, og „tweeter“ til að takast á við hærri tíðnirnar. Þetta væri kallað „tvíhliða“ eða „two-way“ hátalarabox, en það eru líka til uppsetning með þremur hátölurum (þríhliða) og jafnvel fleiri.

Hver sem uppsetningin er, þá er nauðsynlegt að senda aðeins viðeigandi tíðnir til hvers hátalara og því þarf „crossover unit“.

Two-way Crossover samanstendur af há- og lágtíðnisíum. Hápass sían hleypir aðeins hærri tíðnunum í gegn, að tweeternum og hin (lágpass) beinir aðeins lágu tíðnunum að bassahátalaranum.

„Víxlunartíðnin“ er þar sem þessar tvær síur skarast (sjá mynd). Venjulega mun það vera einhvers staðar á milli 1 og 3 kHz, en raunveruleg víxltíðni er í stórum dráttum háð stærð tveetersins – sem ákvarðar aflmeðhöndlun hans og lægstu tíðni sem hann getur endurskapað.

Raddtíðnin er afar mikilvæg í hönnunn hátalaraboxa. Gefur „Presens“ og skýrleika.

Í two-way kerfi lendir víxlpunkturinn oft rétt á miðju raddtíðnisviðinu sem getur leitt til vandamála.

Three-way hátalarakerfi kemur í veg fyrir þetta vandamál þar sem hægt er að hafa crossover svæðin tvö fyrir neðan og ofan við raddsviðið.

Byggt og staðfært á grein frá www.soundonsound.com

Maggi

 

Hvað er Dual conversion?

Mynd af Wikipedia

Dual conversion er hugtak í útvarpsfræðum og móttökurum.    Til að skilja þetta þarf maður að vita hvað super-heterodyne móttaka er.   Öll útvarpstæki til áratuga, eru byggð á þeirri útfærslu.   

Það þýðir að tíðninni sem stillt er á er blandað með annari hærri tíðni og úr því fæst svokölluð millitíðni.

Hér höfum við einfalt superhet viðtæki.  til dæmis á miðbylgju.

Ef stillt er á 1000 KHz er local oscillatorinn (samstilltur með punktalínunni) að gefa frá sér 1455 KHz.

Ef að RF merkið frá loftnetinu er 1000 KHz þá er Mixerinn að gefa frá sér tvær tíðnir þe.  2455 KHz og 455 KHz.    IF fiterinn hleypir 455 KHz í gegn og IF magnarinn magnar hana.    AM Mótunin á IF er sú sama og á merkinu sem kemur inn.  Afmótarinn býr til Audio úr IF sem síðan fer í hátalarann.

  • IF = Intermediate Frequence eða millitíðni.
  • AM = Amplitude Modulation eða Styrkmótun

 

Hér sjáum við blokkmynd af móttakara með dual conversion á IF stigi.  Sem sagt með tveimur Local oscillatorum og sitthvorri millitíðninni. 

Næmi í útvarpsmóttökurum byggist á mögnun í IF stigi / stigum.   Vandaðri og næmari móttakarar eru ýmist dual eða jafnvel triple conversion.   Hvort IF stig er með mikla mögnun.

Maggi

 

Zenerdíóður útskýrðar

Zener Díóður er hægt að nota til að búa til fasta spennu með lítilli gáruspennu í breytilegt álag.

Með því að taka hluta straums í gegn um díóðuna getur hún séð álaginu (R-load) fyrir stöðugri spennu.    Þær eru alltaf notaðar bak-spenntar (strikið á móti plús)

Zenerdíóður eru mis öflugar t.d. 500mW eða 1.3W

Allar Zenerdíóður þurfa straumtakmarkandi viðnám (Rs) frá input spennunni og stærðin á því markast af aflinu sem Zenerdíóðan á að ráða við.

Maggi