Yfirfærsla 8mm og Super 8mm kvikmynda

Til að skanna 8mm kvikmyndirFyrir nokkrum áratugum var vinsælt að taka kvikmyndir á 8mm formi.    Margir eiga ómetanlega gullmola minninga á þeim 

Fram til þessa hef ég þurft að vísa fólki annað sem er með 8mm kvikmyndir sem það þarf að fá skannað.

Nú erum við búin að festa kaup á skanna sem tekur 8mm og super8 kvikmyndir í yfirfærslur.  

Ætti að vera hjá okkur eftir tvær vikur.    Það verður spennandi að prófa.   Þessi græja tekur mynd af hverjum ramma og raðar síðan í MPEG video skrá sem hægt er að skoða í tölvum og sjónvörpum.    Um gæðin veit ég lítið en það skýrist við prófanir.

Fylgist með hér.    Maggi  

Mælitæki DSO-TC2

DSO-TC2 Fjölnota mælitæki

Ég er að prófa svona mælitæki.   Kemur mjög vel út.

Þetta er Íhlutamælir fyrir transistora af ýmsum gerðum, díóður, Zenerdíóður, spólur og Þétta.    Afar nákvæm viðnáma-mæling.

Auk þess er þetta einföld sveiflusjá til að skoða audioform og digitalpúlsa. 

Svo er innbyggður PWM Modulator fyrir þá sem eru að leika sér með mótorstýringar og Switched Mode spennugjafa.

Flott græja sem líklega verður hér í sölu. 

Maggi