8MM Video NTSC (USA)

Nú hefur verkstæðið eignast og fengið til afnota,  cameru sem er fyrir 8MM videospólur og með NTSC kerfinu.    Hún spilar því 8mm Spólur sem eru teknar upp í NTSC kerfinu.  (Ameríska kerfinu)    Þær spilast ekki í tækjum framleiddum fyrir Evrópumarkað. 

Þetta hefur okkur vantað tilfinnanlega, því af og til koma spólur inn í afritun sem eru á NTSC formati.    Þær höfum við ekki getað afritað. 

Maggi

Lampamagnarasett TubeCube7

    Mig langar verulega að geta boðið upp á þetta lampamagnarasett.

Hér er einfaldleikinn í fyrirúmi.   SE  (single ended)  útgangar og engin tónstilli.

Það verður í prófun hér á verkstæðinu og í sölu ef vel gengur.

Þetta er skilgreint sem „bookshelf audio set“   ég held nú að meiri innistæða  sé heldur en það.

Endilega fylgist með.

Maggi

 

NTSC Yfirfærslur

    Bæst hefur í tækjaflota verkstæðisins Videotæki til að geta tekið NTSC spólur í afritun.

Þetta hefur vantað alfarið.

Flest myndbandstæki sem seld voru hér af nýlegri gerðum, geta spilað NTSC spólur á PAL sjónvarp en ekki er hægt að nota það fyrir upptökur.

Það heitir Panasonic MD835 og var hannað til að taka upp ultrasonic images á læknastofum.

Firnagott Professional tæki sem skilar afbragðsgóðum árangri.

Það er til viðbótar Prof JVC tæki fyrir PAL upptökurnar.

NTSC er Ameríska kerfið en PAL er notað í Evrópu

Maggi