Heathkit AA-50 Lampamagnari

AA-50 frá Heathkit

   Svona magnari kom til viðgerðar hjá mér.   

Þá var hægt að kaupa ósamsetta og fylgdi þá þykk bók með hvernig maður á að bera sig að.   

Það skiptir máli hvernig vírar liggja og hvort þeir eru snúnir td. 

Þessi var með bilaða biasstýringu sem á endanum hefði eyðilagt alla útgangslampana.  (Seleníum díóða)   Sem betur fer slapp það til.

Ég er mjög ánægður með árangurinn og að rifja upp hversu hann hljómar vel!

Maggi

Lenco B55 Plötuspilari

Hér er einn af þessum sem ég kalla „Úlf í sauðargæru“.   Kom til mín um daginn. Eigandinn var að taka til á háaloftinu og sá hann.

Engin reim – heldur ekki direct drive.   Flott svissnesk nákvæmissmíð.

Ég er búinn að fara um hann höndum og nú spilar hann eins og engill.   Meira segja er í honum original pickupið og nothæf nál!    Þegar hún klárast skiptum við um pickup, því ekki fæst lengur í hann.

Hér er prófun í gangi.

Maggi

Pioneer SA-9800

Þessi er nú búinn að vera hjá mér síðan í vor.   Einhver var nú búinn að reyna að gera við hann en gafst upp.    Ég þurfti að endursmíða stóru spennugjafaeininguna,  skipta um prent og endurbyggja.     Síðan var bilun í straumstýringum fyrir forstigin í kraftmagnararásunum,  Erfið bilun í öðrum kanalnum og ég endaði á að laga display eininguna.

Hann hefur eiginlega gengið í endurnýjum lífdaga.   Dásamlegur og mjúkur hljómur.

 

Ég er dálítið stoltur yfir að hafa komið honum í lag. 

Maggi. 

Sjá hér.