Breytingar

Nú í morgun ( 14. júní) fékk ég að vita það að starfskraftar mínir hjá Sveitarfélaginu Árborg eru afþakkaðir og starfi mínu þar sem kerfisstjóri til nærri 12 ára, því lokið.

Félagar mínir á deildinni eru í sömu súpu.   Þetta heita víst skipulagsbreytingar.

Ég sé það hins vegar sem tækifæri til að geta sinnt starfseminni hér eins og vera ber.   Ég mun einhenda mér í að þjónusta viðskiptavini mína af bestu getu og ætla að endurskipulegga aðstöðuna og taka skúrinn alfarið undir starfsemina.

Eins og flestir geta gert sér í hugarlund eru dagarnir erfiðir.   Þegar svona löguðu er skellt framan í mann og fyrirvarinn er enginn – sveiflast maður frá reiði yfir í uppgjöf á víxl.   Eitthvað gleymdist í framkvæmd mannauðsstefnu Sveitarfélagsins Árborgar, þegar kom að okkur.

Ég vona að innan fárra vikna verði rekstur hér kominn á skrið.   Ég er þakklátur fyrir sýnda biðlund og þolinmæði.  Flestir ef ekki allir viðskiptavinir okkar gera það nú þegar.  Það er þakkar vert.

Meira hér eftir því sem fram vindur.

kveðja,  Maggi

 

 

 

Lampar frá USA – Birtingarmynd stríðsátaka

Mikið af nýjum lömpum í dag eru framleiddir í Rússlandi.    Nú sýnist mér að minn helsti lampabirgir í USA hafi skrúfað fyrir sölu á lömpum sem framleiddir eru í Rússlandi.    Eru hreinlega ekki til sölu eins og er.  

Við verðum að sjá hvað setur.

Á meðan er ekki hægt að panta neitt.

Maggi

Nýtt ár og betri tíð

Fallegur vetrarhiminn

Í dag var sérlega fallegur suðurhimininn með sólarglitru, gangandi skuggum og sólstöfum í allar áttir.   

Það er eins og að himnafaðirinn sé að lofa okkur bjartara ári.  

Við vonum það allavega. 

Anna Linda tók myndina í dag frá Votmúlaveginum

Maggi