Íhlutalisti fyrir TDA7293/4 Prentplötuna

Prent fyrir allt að 100W magnara

Svona getum við búið til á einfaldan hátt afar öflugan Audio magnara.  Þetta er einnar rásar magnari þannig að við þurfum tvöfalt af öllu fyrir Stereo.  Til að þetta virki þurfum við líka góðan og öflugan spennugjafa.  Þar getum við ekki sparað.    Prent fyrir hann er til og er hér 

Síðan er afar brýnt að rásirnar fái næga kælingu,  annars sjóðhitna þær við minnstu átök.

Lokun í sumar

Nú er sá tími kominn að ég er hættur að taka við verkefnum á verkstæðið.   Ég sé mér ekki fært annað.

Heilsan ekki sem best og það gengur of hægt hjá mér.   

Ég mun, að sjálfsögðu,  klára öll verkefni sem komin eru inn og skila af mér af alúð og hef samband við þá sem eiga tæki hér um leið og þau verða tilbúin.

Ég ætla ekki að slá það alveg út af borðinu að halda áfram í haust með viðgerðir, ef aðstæður leyfa.

Vefverslunin er samt virk og ég sinni henni af bestu getu í sumar.

Ég þakka öllum sem ég hef kynnst á þessari vegferð.   Hef ekki reynslu af neinu nema góðu einu.

Maggi 

Martin Logan Ascent

Martin Logan á stofugólfinu

Ég var að fjárfesta í gömlum draumi. 

Lét af því verða að eignast Martin Logan Electrostatiska hátalara af gerðinni Ascent.   Þeir eru um 170 cm á hæð.   Klettþungir.

Uppgefnir 200W,  35-22.000 Hz

Þetta par er með seríunúmer hlið við hlið og hafa því komið úr sömu framleiðslulotu.

Soundið er guðdómlegt við fyrstu prófanir.   

Ég á von á að það verði enn betra þegar ég verð búinn að laga heimasmíðaða lampamagnarann minn og keyra þá á honum.

Svona hátalarar eru gríðarlega þungir í keyrslu enda með Impedance undir 4 ohmum.   Ekki margir transistormagnarar ráða vel við það.   Að auki hallar impedancekúrfan með hækkaðri tíðni og impedance-inn þar með lækkar enn.

Hér sjást þeir nýlega komnir inn á gólf að jafna sig eftir ferðalagið úr höfuðborginni.

Martin Logan Ascent Flyer

Maggi