Covid mál

Það þarf varla að taka fram að þessir fortakslausu tímar, sem við höfum verið að upplifa,   hafa harkaleg áhrif á lítið fyrirtæki eins og þetta.

Segja má að við höfum lagst í hýði.     Erum það enn.

Engin starfsemi hefur verið undanfarnar vikur.

Vonandi getum við opnað aftur þegar sól hækkar og samfélagið kemst aftur í eðlilegra horf.

Maggi

Lampamagnarasett TubeCube7

    Mig langar verulega að geta boðið upp á þetta lampamagnarasett.

Hér er einfaldleikinn í fyrirúmi.   SE  (single ended)  útgangar og engin tónstilli.

Það verður í prófun hér á verkstæðinu og í sölu ef vel gengur.

Þetta er skilgreint sem „bookshelf audio set“   ég held nú að meiri innistæða  sé heldur en það.

Endilega fylgist með.

Maggi

 

NTSC Yfirfærslur

    Bæst hefur í tækjaflota verkstæðisins Videotæki til að geta tekið NTSC spólur í afritun.

Þetta hefur vantað alfarið.

Flest myndbandstæki sem seld voru hér af nýlegri gerðum, geta spilað NTSC spólur á PAL sjónvarp en ekki er hægt að nota það fyrir upptökur.

Það heitir Panasonic MD835 og var hannað til að taka upp ultrasonic images á læknastofum.

Firnagott Professional tæki sem skilar afbragðsgóðum árangri.

Það er til viðbótar Prof JVC tæki fyrir PAL upptökurnar.

NTSC er Ameríska kerfið en PAL er notað í Evrópu

Maggi