Verkstæðið var að eignast hitamyndavél – sem stungið er í USB á símanum. Kemur í fínni tösku og í vönduðum kassa.
Virkar firnavel og hægt að lesa áætlað yfirborðshitastig hluta í myndinni.
Þessi vél kemur sér afar vel við bilanaleit í tækjum, sérstaklega í mögnurum þar sem íhlutir geta hitnað.
Rafvökvaþéttar sem eru byrjaðir að dala í gæðum byrja að volgna/hitna löngu áður en þeir bila.
Það er sem sagt hægt að beita fyrirbyggjandi aðferðum hér.
Hugsa að ég bæti þessu á lagerinn og í vefverslun.
Er hér
Maggi



Í dag bættust á Lagerinn, skemmtilegir minnislyklar. Þeir eru ekki úr plasti heldur Hlyns-við. Virkilega flottir og eigulegir.