Lét af því verða að eignast Martin Logan Electrostatiska hátalara af gerðinni Ascent. Þeir eru um 170 cm á hæð. Klettþungir.
Uppgefnir 200W, 35-22.000 Hz
Þetta par er með seríunúmer hlið við hlið og hafa því komið úr sömu framleiðslulotu.
Soundið er guðdómlegt við fyrstu prófanir.
Ég á von á að það verði enn betra þegar ég verð búinn að laga heimasmíðaða lampamagnarann minn og keyra þá á honum.
Svona hátalarar eru gríðarlega þungir í keyrslu enda með Impedance undir 4 ohmum. Ekki margir transistormagnarar ráða vel við það. Að auki hallar impedancekúrfan með hækkaðri tíðni og impedance-inn þar með lækkar enn.
Hér sjást þeir nýlega komnir inn á gólf að jafna sig eftir ferðalagið úr höfuðborginni.
Flest hátalarabox nota tvo (eða fleiri) aðskilda hátalara, vegna þess að það er ómögulegt að búa til einn hátalara sem nær yfir allt hljóðtíðnisviðið með nákvæmni og aflmeðhöndlun sem nauðsynleg er.
Þannig er algengt að hátalarabox séu með, að minnsta kosti tvo hátalara: „woofer“ eða „bass-mid“, sem sér um lægri tíðnirnar, og „tweeter“ til að takast á við hærri tíðnirnar. Þetta væri kallað „tvíhliða“ eða „two-way“ hátalarabox, en það eru líka til uppsetning með þremur hátölurum (þríhliða) og jafnvel fleiri.
Hver sem uppsetningin er, þá er nauðsynlegt að senda aðeins viðeigandi tíðnir til hvers hátalara og því þarf „crossover unit“.
Two-way Crossover samanstendur af há- og lágtíðnisíum. Hápass sían hleypir aðeins hærri tíðnunum í gegn, að tweeternum og hin (lágpass) beinir aðeins lágu tíðnunum að bassahátalaranum.
„Víxlunartíðnin“ er þar sem þessar tvær síur skarast (sjá mynd). Venjulega mun það vera einhvers staðar á milli 1 og 3 kHz, en raunveruleg víxltíðni er í stórum dráttum háð stærð tveetersins – sem ákvarðar aflmeðhöndlun hans og lægstu tíðni sem hann getur endurskapað.
Raddtíðnin er afar mikilvæg í hönnunn hátalaraboxa. Gefur „Presens“ og skýrleika.
Í two-way kerfi lendir víxlpunkturinn oft rétt á miðju raddtíðnisviðinu sem getur leitt til vandamála.
Three-way hátalarakerfi kemur í veg fyrir þetta vandamál þar sem hægt er að hafa crossover svæðin tvö fyrir neðan og ofan við raddsviðið.
Byggt og staðfært á grein frá www.soundonsound.com