Pioneer CT-F2121

Mjög snoturt kassettutæki frá Pioneer.    Smíðað á árunum 1974-78

Sérstakt hvernig kassettan er látin hálf-liggja.   Mér finnst það flott.     Góður mekanismi í þessu tæki eins og vaninn er frá þessum árum.    Eina sem bilar hér er REC/Play skiptarinn og svo reimarnar.  

Reimarnar:

Eða reimasett frá Thakker

M.

Kenwood KD-2055

Efnismikill og vandaður plötuspilari frá Kenwood.   Boddýið er nánast eins og marmari,  er úr steyptu hörðu steinefni og þungur eftir því.  Það sem er sérkennilegast við hann er mekanisminn sem lyftir arminum og tekur hann til baka eftir spilun.    Segja má að hann sé trekktur upp með stóra handfanginu og það virkjað til að hreyfa arminn.   Heilmikið glussasystem svo það gerist rólega.  Ekki gert með hreyfingu plattans eins og lang flestir spilarar sem eru „Auto return“.

Harða efnið í boddýinu og þykka spónaplatan undir eru saman hönnuð sem titringsdeyfir.  

Ég þurfti að rífa hann í spað,  þar með talinn armurinn og legurnar þar undir.  ( legukúlur 1mm í þvermál )   Hreinsaði spindilleguna.

Virkar nú eins og engill.

M.

Viðgerðastaðan hjá mér á verkstæðinu

Verkefni í vinnslu

Nú er svo komið í verkefnastöðunni að mér sýnist ég get ekki bætt miklu af viðgerðum fyrir þessi jólin.   

Það er kominn það mikill hali að erfitt er að bæta á hann.  Það þýðir líka óviðunandi langan tíma sem tækin eru inni.

Ég hef því ákveðið að reyna fresta nýjum verkefnum fram yfir áramótin.

Maggi